Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 57
Ársrit Ræktunarfjelags Norðurlands. 61
inu. A milli þeirra þarf fjármaðurinn að rölta, og þá
stundum bera heyið milli húsanna. ÖIl ættu þau að
vera saman með einni sameiginlegri hlöðu við. Þar ætti
einnig að vera hesthús fyrir hross þau, sem ekki eru
notuð. Væri þá ekki ólíkt að hirða í þeim? Fjós og
hesthús fyrir hesta þá, sem notaðir eru, ætti að vera
nálægt bænum.
Forfeður vorir höfðu þann sið, að setja hey sín sam-
an í stakkgarð að sumrinu og flytja þau síðan heim að
vetrinum. Pegar vinnan er ódýrust að vetrinum er áríð-
andi að geta flutt hana til, svo sem minst verði að gera
að sumrinu og mest að vetrinum, eða Ijett sumarstörfin
með vetrarstörfunum. Petta var tilgangur fornmanna með
því að setja heyið í stakkgarð. Og eins ættum vjer að
gera þar sem heybandsvegurinn er langur.
Hve margir nota heykvísl við dreyfingu votabands? —
og hvílíkur Ijettir og flytir er það þó ekki.
Hve margir eru ekki þeir, sem moka lausri mold og
möl með litlum spaða, í stað skóflu sem tekur miklu
meira.
Og svo mætti telja margt fleira, en tíminn leyfir það
ekki. Að eins skal enn minnast á eitt handverkfæri, sem
ætti að vera á hverjum bæ. F*að er skilvindan. Eftir
skýrslunum er að eins skilvinda á öðrum hvorum bæ,
en slíkt má ekki vera og á ekki að vera.
Þær gera bæði vinnuna við vinslu mjólkurinnar Ijett-
ari og ódýrari og ná meira smjöri úr mjólkinni.
Skilvinda ætti því að vera á hverjum bæ.
Skilvindumjólkin er holl og góð eins og önnur mjólk,
og sú kenning sem segir annað — og hún hefir verið,
og er enn, til hjer á Iandi — er röng. Tilraunir hafa sýnt
það og sannað.
Enn má minnast á jarðabætur.
Margar jarðabætur eru þess eðlis, að þær spara vinnu.
Þar má fyrst minna á þúfnasljettur. En aftur skal jeg
taka það fram, að eigi þær að koma að tilætluðum not-