Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Blaðsíða 28
32 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
en bygð ból á þessu svæði. — F*etta má ekki lengur svö
búið standa.
Eftirlitið með starfsemi búnaðarfélaganna var fyrst
framan af lítið sem ekkert. Margar af »jarðabótum« þeim,
sem unnar voru og styrktar af landsjóði, voru líka rétt
nefndar jarðskemdir. Alþingi 1901 setti ákveðnari og ná-
kvæmari skilyrði en áður voru fyrir styrkveitingu úr land-
sjóði til jarðabótafélaga og skerpti eftirlitið með starf-
semi félaganna, með því að skipa svo fyrir, að sýslu-
nefndirnar kysu menn, ekki fleiri en þrjá í hverri sýslu,
til að skoða og mæla jarðabætur búnaðarfélaganna og
semja skýrslur um þær til landstjórnarinnar. Petta var
mikil bót frá því sem áður var, þegar hvert félag mældi
hjá sér sjálft eða svo gott sem, en fáir munu þó treyst-
ast til að bera á móti því, að eftirliti þessu sé víða mjög
ábótavant. Þetta þarf að breytast. Enga jarðabót ætti að
taka á skýrslu né styrkja af landsfé, nema hún sé sæmi-
lega vel gerð og til frambúðar. En þetta á sér alt of
víða stað. — Landstjórnin verður að hafa tryggingu fyrir
því að þeir, sem eftirlitsstarfið hafa með höndum, séu
ekki að eins færir um að mæla jarðabæturnar, heldur
einnig að segja mönnum fyrir um hvernig eigi að gera
þær og leiðbeina mönnum í öllu, sem að jarðyrkju lýt-
ur. Jafnframt ættu eftirlitsmennirnir að vera því vaxnir,
aó vekja áhuga hjá félagsmönnum og fá þá bændur,
er enn standa utan við allan búnaðarfélagsskap, til þess
að taka þátt í honum, fá þá til að vera stéttarbræðrum
sínum samtaka í því að græða upp landið, bæta það og
fegra, svo að það verði byggilegra og veiti börnum sín-
um meiri ánægju og arð en hingað til.
Nýmæli þau, sem hér er um að ræða, miða í þessa
átt, miða að því að koma öllum Norðlendingum i fast-
bundinn bunaðarfélagsskap, koma innilegu sambandi og
samvinnu á milli allra hinna mörgu smáfélaga, er öll
hafa efling landbúnaðarins — ræktun landsins — að
markmiði, sameina þau öll i eina lífrœna félagsheild, þar