Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 37

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1910, Page 37
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 41 traustari í lund; af ræktarhug þeim, sem hjá honum hef- ir þróast til jarðarinnar, sprettur einatt ræktarhugur til sveitarinnar og þaðan aftur ættjarðarást í víðari og fall- egri merkingu. Og hann mun flestum fremur og á ein- faldan og eðlilegan hátt komast að raun um hve mikil sannindi eru í þeim orðum skáldsins, að »sæla reinast sönn á storð, sú mun ein að gróa«. Hann mun komast að raun um, hve nátengt líf mannsins er við jörðina og hve nátengt það á við hana að vera; komast að raun um hve staðgóð til farsældar hún er, meðvitundin um gróandi líf, í manninum sjálfum og í kring um hann, á jörðinni og í mannlífinu — og ekki síst meðvitundin um að rétta því hjálparhönd — því velvildin er það, sem ætíð verður mannsins æðsta eigin og aðal-farsældarlind, hvað- an og á hvern hátt sem rakið er. Og þá kem ég að útsíninni ifir hina komandi tíma.— Mér er þannig varið — og oss er líklega flestum þannig varið — að ég hefi vænt mikils af hinni ókomnu tíð. Eg hefi vænt þess, að land vort og þjóð ætti firir höndum framtíð, sem langt bæri af nútíðinni og langt af vor- um frægasta fornaldartíma. þessar vonir hafa að sumu leiti grundvallast á því að ég er bjartsínn að eðlisfari, að sumu leiti á þeim almennu skoðunum, að alt líf á jörðinni sé í framþróun, og að sumu leiti á vitneskjunni um það, að vér íslendingar erum af góðum kinstofni runnir. En ég get ekki dulist þess, að þessar vonir mín- ar hafa fengið alvarlegt áfall á síðustu árum. Og ef vel er hugað er það líka Ijóst, að grundvöllur þeirra er eng- an veginn þannig, að honum megi fullkomlega treista. Bjartsíni er nauðsinlegt skilirði firir framþróun, en er þó engu að síður, eitt út af firir sig, laus grundvöllur og óábiggilegur. Stórar þrár og vonir bera vott um hæfi- leika til framþróunar; en á hinn bóginn geta þeim líka filgt misbrestir, sem vegi þar á móti, þó duldir séu. Og þó það virðist sannað, að lífið á jörðinni sé og hafi ver- ið í stöðugri framþróun, þegar á heildina er litið, er hitt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.