Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 2
4
vettvangi, lauk með stofnun hinna nýju héraðasambanda.
Ræktunarfélag Norðurlands rak um langt skeið marg-
þættar ræktunartilraunir í tilraunastöð sinni á Akureyri og
víðar, þrátt fyrir mjög örðuga fjárhagsaðstöðu og oft lítinn
skilning almennings á mikilvægi þessara tilrauna. Vafalaust
verður þetta ávalt talinn veigamesti og djarfasti þátturinn
í starfsemi félagsins. En líka á þessum vettvangi varð fram-
vinda þróunarinnar sú, að aðrir aðilar komu fram á sjónar-
sviðið og leystu Ræktunarfélagið af hólmi. Árið 1940 voru
sett lög um rannsóknir og tilraunir i þágu landbúnaðarins,
og samkvæmt þeim skulu ræktunartilraunirnar reknar á veg-
um ríkisins, er felur stjórnskipuðu ráði umsjá þeirra. Var
þá um tvo kosti að velja, annaðhvort að selja ríkinu til-
raunastöð félagsins með áhöfn og öllunr vélum, eða að leigja
sama aðila téða eign. Af ýmsum ástæðum, er hér verða eigi
raktar, var síðari kosturinn tekinn og samningur um þessa
leigu gerður og undirritaður í árslok 1946.
Er þá hlutverki Ræktunarfélagsins í búnaðarframförum
landsins þar með lokið?
Svo þarf alls eigi að vera. Ræktunarfélagið hefur frá önd-
verðu fyrst og fremst verið fræðslu- og menningarfélag, en
á þeim vettvangi mun seint þrot á viðfangsefnum.
Útgáfa fræðandi ársrits hefur ætíð verið einn þáttur í
störfum félagsins og eigi sá óverulegasti. Ársritið hefur enn
mikið hlutverk að leysa, og mun útgáfa þess halda áfram,
svo sem fjárráð levfa. Hér er þó við allmikla örðugleika að
etja, eins og nú er komið útgáfukostnaði, því Ársritið er
aðeins ætlað æfifélögum og gefur því lítið eða ekkert í aðra
hönd.
Annað verkefni, sem er aðkallandi, og Ræktunarfélagið
ef til vill gæti sinnt, er búnaðarfræðsla í framhaldsskólum í
Norðlendingafjórðungi. Á ég þar við Menntaskólann á
Akureyri, gagnfræðaskólana og alþýðuskólana. Sennilega
gæti slík fræðsla líka átt rétt á sér við húsmæðraskólana.
Fræðsla þessi ætti fyrst og fremst að stefna að því að auka