Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 3
5
þekkingu og skilning skólaæskunnar á gildi landbúnaðar-
ins fyrir einstaklingana og þjóðfélagsheildina, og glæða
áhuga þeirra, er kunna að hafa hneigðir til landbúnaðar og
sveitastarfa, en svo virðist sem í hinum mörgu framhalds-
skólum vorum skorti tilfinnanlega staðgóða fræðslu um
framleiðslu og atvinnuhætti þjóðarinnar og skyldur ein-
staklinganna á þeim vettvangi. Það getur naumast verið
heilbrigð þróun, að skólarnir sogi til sín, um lengri eða
skemmri tíma, svo að segja allt æskufólk frá framleiðslu-
störfunum en skili þeim fáu eða engu aftur. Auðvitað má
ekki vænta þess, að nokkur erindi um landbúnað við hvern
skóla orki miklu, en þó gætu þau orðið vísir að verulegri
stefnubreytingu í fræðslumálum vorurn og hennar er vissu-
lega þörf.
Ræktunarfélag Norðurlands samanstendur af um eitt
þúsund æfifélögum, sem dreifðir eru um allt landið, en þó
flestir í Norðlendingafjórðungi. Segja má, með örfáum
undantekningum, að æfifélagarnir hafi lengst af verið á-
hrifa- og áhugalitlir um starfsemi félagsins. Um langt skeið
réðu búnaðarfélögin mestu um stefnu þess og störf, og síðan
félagið hætti að vera búnaðarsamband liefur áhugaleysi
æfifélaganna farið vaxandi.
Þessi afstaða æfifélaganna hefur á ýmsan hátt verið fé-
laginu hnekkir. Þegar ítök búnaðarfélaganna hurfu, hefði
verið æskilegt, að æfifélagadeildir hefðu eflst til starfa og
tekið höndum saman um þau menningarmál, er félagið
hafði á dagskrá, en í þess stað hefur reyndin orðið sú, að
þær fáu deildir, sem komnar voru á legg, hafa flestar logn-
ast út af og hætt störfum.
Áþekk varð afstaða sambandanna nýju, er mega teljast
afkvæmi Ræktunarfélagsins. Formenn þeirra og Búnaðar-
þingsfulltrúarnir hafa full réttindi á aðalfundum Ræktunar-
félagsins, en undantekningarlítið hafa þau réttindi eigi ver-
ið notuð. Svo virðist sem búnaðarsamböndin í Norðlend-
ingafjórðungi hafi eigi komið auga á þá þýðingu, er það