Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 6
aðalfundar Rœktunarfélags Norðurlands 2. nóv. 1946.
Ár 1946, laugardaginn þ. 2. nóv., var aðalfundur Ræktun-
arfélags Norðurlands haldinn í húsi félagsins. Fundurinn
hófst kl. 14.
Formaður félagsins setti fundinn.
Fundarstjóri var kosinn formaður félagsins, Jakob Karls-
son.
Fundarritari var kosinn Jón G. Guðnrann.
Því næst var gengið til dagskrár og fyrir tekið:
1. Kjörnefnd var kosin: Ármann Dalmannsson, Brynleif-
ur Tobiasson og Jón Kristjánsson.
Mættir voru fulltrúar frá Æfifélagadeild Akureyrar, þeir
Ármann Dalmannsson, Brynleifur Tobiasson, Jón G. Guð-
mann, Jón Kirstjánsson, Jónas Kristjánsson, Karl Arngríms-
son, Stefán Stefánsson og Halldór Stefánsson.
Á fundinum voru einnig mættir stjórnarmeðlimir félags-
ins, þeir Jakob Karlsson og Steindór Steindórsson. Ennfrem-
ur var mættur framkvæmdastjóri félagsins, Ólafur Jónsson,
sem jafnframt er fulltrúi Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
2. Reikningar félagsins fyrir árið 1945. Framkvæmdastjóri
las reikningana og skýrði þá.
Reksturshagnaður hefur orðið ............ kr. 32.705.75
Eignir félagsins í árslok ............... — 226.090.68
Skuldir félagsins í árslok
Eignir umfram skuldir
49.511.72
176.578.96