Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 7
'J
Reikningarnir voru endurskoðaðir og höfðu endurskoð-
endur gert smávægilegar athugasemdir við þá, er leiðréttast
á næsta árs reikningi.
Reikningar samþykktir í einu hljóði.
3. Lögð var frarn fjárhagsáœtlun félagsins fyrir árið 1947.
Þar sem tilraunaráði, f. h. ríkisstjórnarinnar, hefur verið
leigð tilraunastöðin, með öllu tilheyrandi, er fjárhagsáætl-
unin samin með hið nýja viðhorf fyrir augum.
Formaður las upp og skýrði fjárhagsáætlun félagsins fyrir
árið 1947, eins og stjórnin lagði hana fram.
Framkvæmdastjóri ræddi um fjárhagsáætlunina og gaf
um leið skýrsla um gang leigunrálsins.
I fjárhagsnefnd voru kosnir: Brynleifur Tobiasson, Ár-
mann Dalmannsson og Jónas Kristjánsson.
Á fundinum mætti Stefán Stefánsson, Svalbarði, stjórnar-
meðlimur.
Gefið var fundarhlé.
Fjárhagsnefnd skilaði áliti sínu, hafði Brynleifur Tobias-
son orð fyrir henni.
Svohljóðandi fjárhagsáætlun var samþkykt:
T e k j u r:
1. Leiga af eignum félagsins ................ kr. 5800.00
2. Styrkur frá Búnaðarfélagi íslands.......... — 3000.00
3. Vextir af Æfitillagasjóði ................. — 850.00
4. Vextir af Gjafasjóði M. Jónssonar.......... — 300.00
5. Vextir af Búnaðarsj. Norðuramtsins........ — 350.00
Samtals kr. 10300.00