Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 12
nðalfundar Rœktunarfélags Norðurlands 8. nóv. 1947.
Ár 1947, laugardaginn 8. nóvember kl. 13, hélt Ræktunar-
félag Norðurlands aðalfund sinn í húsi félagsins, Gróðrar-
stöðinni. Formaður félagsins, Jakob Karlsson, setti fundinn.
Fundurinn fól Jakob Karlssyni að stjórna fundinum og
Jónasi Kristjánssyni að skrá gerðir hans.
Á fundinum voru mættir, auk stjórnarinnar og framkv.stj.,
búnaðarþingsfulltrúi Hólmgeir Þorsteinsson og sex fulltrúar
frá Akureyrardeild Ræktunarfélags Norðurlands, en það
voru þeir: Ármann Dalmannsson, Brynleifur Tobiasson, Jón
Kristjánsson, Jónas Kristjánsson, Júníus Jónsson og Stefán
Stefánsson.
Á fundinum gerðist þetta:
1. Framkvæmdastfóri, Ólafur Jónsson, las og skýrði reikn-
inga félagsins fyrir árið 1946.
Reikningar þessir, sem höfðu verið endurskoðaðir, báru
með sér, að ábati ársins hafði orðið samt. kr. 26.755.40, af
þessari upphæð hatði kúabú fél. gefið í arð kr. 21.005.12.
Samkvæmt eignareikningi voru:
kr. 248298.54
- 45275.07
- 203023.47
Eignir í árslok .. .
Skuldir ............
Hrein eign í árslok
Þegar framkvæmdastjórinn hafði lokið skýrslu sinni og
enginn hafði kvatt sér hljóðs, voru reikningarnir í heild
bornir undir atkvæði og samþykktir í einu hljóði.