Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 14
16
fullu samkvæmt ákvæðum þessum, þá leggist afgangurinn
við höfuðstólinn".
Síðari tillaga frá stjórninni hljóðaði svo: „Innstæða Gos-
brunnssjóðs, ca. kr. 133.00, verði látin renna inn í innstæðu
Gjafasjóðs Magnúsar Jónssonar“. Breytingartillögur þessar
voru bornar undir atkvæði og samþykktar í einu hljóði.
4. Kosningar: Kjósa átti einn mann í stjórn í stað Jakobs
Karlssonar. Var hann endurkosinn með 7 atkvæðum. End-
urskoðendur á reikningum félagsins til eins árs voru kosnir
þeir: Davíð Jónsson, hreppstjóri á Grund og Hólmgeir Þor-
steinsson bóndi á Hrafnagili, en til vara júníus Jónsson,
bæjarverkstjóri.
5. Fundarstjóri lagði fram til samþykktar lög Akureyrar-
deildar Ræktunarfélags Norðurlands, sem deild þessi hefði
sett sér. Lögin, eins og þau voru lesin, voru samþykkt í einu
hljóði.
6. Brynleifur Tobiasosn bar fram fyrirspurn þess efnis,
livort að æfifélagadeildir R. N. væru nú starfandi víðar en
á Akureyri. Framkvæmdastjóri svaraði fyrirspurn þessari og
gaf skýrslu um málið á allbreiðum grundvelli.
7. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.
J. Karlsson.
J. Kristjánsson.