Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 18
Skýrsla
um störf Rœktunarfélags Norðurlands 1946—47.
Þótt skýrsla sú, er hér verður gefin, fjalli um tvö ár, er
engin ástæða til að teygja mikið úr henni, því á þessu tíma-
bili hefur ekki margt það gerzt, sem þörf er að fjölyrða mik-
ið um.
I raun og veru er meginþáttur starfseminnar, Gróðrar-
stöðin, eigi á vegum félagsins nema annað árið, þar sem hún,
árið 1947, er rekin af tilraunaráði samkvæmt leigusamningi
þeim, er gerður hefur verið milli ríkisstjórnarinnar ('land-
búnaðarráðuneytisins) og Ræktunarfélagsins.
Þótt þannig sé nú frá þessum málum gengið, sé ég eigi
ástæðu til að gera nokkra teljandi breytingu á skýrslu þessari
um starfsemina af þessum sökum, þar sem segja má, að þetta
hafi enn eigi valdið neinum breytingum á rekstri stöðvar-
innar, og séu því þessi skifti á húsbóndavaldi meira á orði
en á borði, og í raun og veru komin til framkvæmda löngu
áður en gengið var formlega frá samningum.
I. Tilraunastarfsetnin.
Um hana skal ég ekki fjölyrða, því bæði var nokkuð skýrt
frá henni í síðustu skýrslu, og um þau nýju viðfangsefni,
sem tekin hafa verið til meðferðar tvö síðastliðin ár, er enn
ekkert að segja. Aðeins má geta þess, að þau hafa einkum
fjallað um sand- og leirþakningu d nýrœkt i mýri og svo um
belgjurtir. Af ýmsum ástæðum hefur sumt þessara tilrauna