Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 20
22
Heyið hefur reynst hér gott fóður en nokkuð misjafnt af
framangreindum ástæðum .
Fylgt hefur verið þeirri reglu öll sumurin að þurrka
heyið úti þar til það er fangað, og tel ég, að eigi verði hjá
þessu komizt sé um kraftmikla töðu að ræða og enga upp-
hitun. Ég hef þá ekið heyinu inn á súgþurrkunarkerfið, þeg-
ar ég hef talið það farið að léttast svo mikið, að eigi mætti
láta það liggja flatt lengur, og komizt þannig hjá því að taka
það saman nema einu sinni. Þetta gefur bæði mikið öryggi
og sparar geysimikla vinnu, einkum ef tíð er stirð.
Vera má að gerlegt sé, ef loftið er hitað upp svo nokkru
nemur, að taka grasið inn nýslegið, en þó hygg ég, að undir
öllum kringumstæðum sé rétt, sé þess nokkur kostur, að létta
töðuna fyrst nokkuð úti, og sé tíðin svo bágborin að þetta sé
alls eigi hægt, mun blástur, þótt með upphituðu lofti sé,
reynast allkostnaðarsamur.
II. Uppskeran.
Tíðarfarið má heita að hafi verið gott bæði þessi síðast-
liðin ár. Spretta góð bæði af grasi og garðávöxtum. Síðastlið-
ið sumar hefur ef til vill verið hlýrra og þurrara heldur en
sumarið 1946, en þó var vorið hvorki sérlega hlýtt eða þurrt.
Aftur á móti var síðari hluti sumarsins 1947 svo þurr, að það
háði verulega sprettu garðávaxta, svo sem eftirfarandi tölur
sína í 100 kg.
Ár Taða Kartöflur Rófur Korn
1946 795 205 45 . 5
1947 900 150 30 6
Árið 1946 var ágætt kartöfluár, en uppskera þeirra síðast-
liðið sumar undir meðallagi að vöxtum en kartöflurnar
þéttar og góðar.
Rófnauppskeruna er ekki vel að marka. Hún varð meiri
fyrra árið, mest vegna þess, að sumarsala var lítil, en síðara