Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 25
27
Græðlingar voru settir niður af ribs, víði, og geitblöðung.
Berjarunnar báru ögn af berjum, sem þó þroskuðust seint.
Nokkuð var grisjað af trjám, og dálítið af gömlum runnum
tekið alveg í burtu.
Óþrif á trágróðri voru minni en árið áður.
Blóm. Fjörærar blómaplöntur voru vel lifandi eftir vetur-
inn, og var hægt að láta töluvert burt af þeim. Það, sem
eftir stóð í stöðinni, náði því að blómstra vel eftir því, sem
vænta má hér innan um trjágróðurinn.
Líkt má segja um sumarblómin. Þeir blómareitir, sem
höfðu góða aðstöðu, væru fallegir þegar fram á sumarið kom,
Það er með blómin, eins og svo margt annað, sem á að vera
til fegurðar og yndis í lífinu, það þarf að hafa góð skilyrði.
Blómin þurfa að geta notið vel þess sólaryls og birtu, sem
við eigum kost á að njóta hér á okkar landi. Þau biðja alltaf
um birtu og yl, og láta ekki standa á sér ef vel er búið að
þeim.
Blómafræi var sáð, og plöntur aldar upp eftir því, sem
ástæður stóðu til.
Matjurtir. Með matjurtirnar gekk heldur stirðlega síðast-
liðið vor og framan af sumrinu, þó betur rættist úr en á
horfðist þegar á leið. Kálinu var sáð 17.—20. apríl, í vermi-
húsinu. Fræið var gamalt en spíraði þó vel, og var meðferð
á plöntunum sú sama og venjulega.
Seinustu dagana í maí, var plantað upp í garð vel þrosk-
uðum kálplöntum, en næstu daga þar á eftir komu kuldarnir
og snjórinn, svo útlitið varð ekki gott. Það eyðilagðist feikna
mikið af plöntunum. Fram yfir miðjan júní vorum við að
planta inn í kálið og til júní loka voru horfurnar ekki góð-
ar.
En eftir þann tíma fór að rætast úr, og endalokin urðu
þau, að vel viðunandi uppskera fékkst, svona hálfum mán-
uði til þrem vikum seinna en oft hefur áður verið. Það
var mesta furða eftir því sem útlitið var búið að vera.
Gulrótum var sáð út 30. apríl, voru farnar að spíra eftir