Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 29
ÓLAFUR JÓNSSON:
Hugleiðingar
um landbúnað og þjóðfélagsvandamál.
Inngangur.
Síðastliðið sumar lét ég þau orð falla við einn kunningja
minn, ungan og vel menntaðan búfræðing, að tækni sú, er
nú væri völ á, gerði heyskapinn bæði auðveldan og áhættu-
lítinn. Með Farmal-sláttuvél mætti slá á skömmum tíma
mörg hundurð heyhesta tún, heyinu væri síðan snúið með
snúningsvélum þar til það væri nokkurn veginn fangandi,
þá væri það tekið saman með rakstrarvél, og því ekið sam-
stundis inn í hlöðu þar, sem súgþurrkunin fullþurrkaði það.
Kunningi minn viðurkenndi, að þetta væri nú allt gott og
blessað, en gat þess þó, að sér virtist öll þessi tækni og öryggi
vera að ræna landbúnaðinn allri rómantík og hinna forvitru,
fyrirhyggjusömu manna, sem þrátt fyrir sífeldar úrkomur
smugu einhvern veginn á óskiljanlegan hátt á milli skúranna
með heyin óhrakin, væri þar eigi lengur þörf, eða þá skorti
þar vaxtar- og þroskaskilyrði.
Satt að segja krossbrá mér. Það virtist ganga guðslasti næst
að nefna jafn lítilsvert og útskúfað orð, eins og rómantík, á
þessum raunsæistímum og það í sambandi við landbúnað.
Þetta hefði verið sök sér, þótt mér, eða einhverjum öðrum
af gamla skólanum, yrði á að mæla svo gálauslega, en að
ungur, upprennandi landbúnaðarfræðingur viðhefði slíkan
munnsöfnuð, virtist í hrópandi ósamræmi við tíðarandann.
Ég tók að malda í móinn og rökræða, hve nauðsynleg,