Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 36
38
gripin, þægindin og gyllingin i kaupstöðunum sog'ar sveita-
æskuna miskunnarlaust til sín.
Áróður þessi birtist ýmist sem fáránleg skrif um slóðaskap,
fákænsku og framtaksleysi bænda, eða setn þráláttnudd,slag-
orð, kvartanir og hnútur unr það, að bændur okri á bæjar-
búunum. Þetta viðhorf kernur í ljós hjá neytendum úr öll-
um stéttum bæjanna, og er f raun og veru mjög ljóst dæmi
um viðhorf efnishyggjunnar til þjóðmála.
Höfuðkjarninn í umræðum þessum er sá, að stórbúskap-
ur, rekinn með fullkominni tækni og ræktun í nágrenni
helztu bæjanna, geti framleitt allar þær landbúnaðarafurðir,
sem vér þörfnumst til innanlandsnota, með minni mannafla
og miklu ódýrar, heldur en nú á sér stað. Auk þess, sem slík
skipan mundi spara óhemju fé, sem nú er varið til vega,
brúa, síma og uppbyggingar strjálbýlisins.
Því verður varla neitað, að frá sjónarhól efnishyggjunnar
er þessi kenning eðlileg og rökrétt, og er því þörf að grafa
inn að kjarna hennar og skilja, hver tilgangurinn ér.
Á bak við þessa kenningu er fólginn, vitandi eða óafvit-
andi, sá hugsunarháttur, að framleiðsluatvinnuvegir þjóðar-
innar, og þá einkum landbúnaðurinn, skuli sniðnir eftir og
þjóna þörfum og kröfum fjölmenns milliliða- og neytenda-
lióps í kaupstöðunum. Með ítrustu véltækni en lágmarks-
mannafla, skulu framleiðsluatvinnuvegirnir afla þeirra lífs-
gæða úr skauti moldar og sjávar, er nauðsynleg eru til
þess, að fjölmenn milliliðsstétt bæjanna, skipuð alls konar
embættismönnum, skrifstofu- og afgreiðslufólki, iðnaðar-
og verksmiðjufólki, verzlunarfólki, daglaunamönnum, auk
blaðamanna, alls konar listamanna og fjölmargra, sem eigi
verður skipað í neinn starfsflokk, geti fullnægt sínum kröf-
um og þörfum um heilnæma fæðu, fyllstu þægindi. skóla
og skemmtanir. Og til þess að þessi fjölmenni hluti þjóðar-
innar geti veitt sér sem mest af aðkeyptum munaði, þægind-
um og dægradvöl, á hann um fram allt að fá innlendu fæðu-
vörurnar, og þá sérstaklega landbúnaðarvörurnar, sem æski-