Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 44
gera við nokkra dráttarhesta. Flestum gætnari mönnuin mun
virðast nauðsynlegt að hafa hestana áfram sem nokkurs kon-
ar öryggi, ef aflvélin bilar, sem vel getur skeð þegar verst
gegnir.
Meginhlutinn af stofn-, viðhalds- og reksturskostnaði afl-
vélanna er aðkeypt vinna og aðallega vinna erlendra manna.
Þessum vinnulaunum, er búin þannig greiða, og sem að
mestu renna út úr landinu, mætti verja til að launa innlent
verkafólk, er ynni við landbúnaðinn, og væri það vinnuafl
notað á hagkvæman hátt í sambandi við skynsamlega notkun
dráttarhesta, er ég í litlum vafa um, að afkoma brxreksturs-
ins gæti orðið eins hagkvæm og hún er nú, þ>ar sem mótor-
vélarnar eru notaðár, og áhættusamari yrði reksturinn varla,
hvorki fyrir bóndann eða þjóðfélagsheildina. Fólksfæðin við
landbúnaðarstörfin er hka fullkominn voði, hvað senr öll-
um vélum líður. Reyndist nii svo, að þetta búskaparlag væri
fullkomlega samkeppnisfært við vélareksturinn, þá yrði það
að teljast mikill kostur, ef höndunum fjölgaði við landbún-
aðarstörfin, án þess að afkomunni hnignaði. Sé hlutverk
víðtækrar vélanotkunar í landbúnaðinum fyrst og fremst að
bæta xir skorti verkafólks, eða jafnvel að fækka þeim, er að
landbúnaðinum starfa, þá er sú þróun óheilbrigð, háskaleg
og ekki annað en ill nauðsyn.
Viðhorf mitt til málanna er, að því fleiri, sem haft geta
sómasamlega, lífvænlega afkornu af heilbrigðúm, þroskandi
atvinnuvegi, eins og landbúnaði, því betur sé þjóðin á vegi
stödd. Vér eigum ekki að kaupa dýrar, erlendár vélar, rekn-
ar með dýrri, aðkeyptri orku, til þess fyrst og fremst að hætta
að nota eða hálfnota heimatilbúnu og ódýrustu aflvélina —
dráttarhestinn, eða til þess, að meginhlutinn af æsku lands-
ins hnappist saman í bæjunum við meira eða rninna óþörf
milliliðastörf og gangi svo ef til vill atvinnulaus í stórhóp-
urn, kvartandi og krefjandi, ef harðnar í ári, svo hann fær
ekki allar sínar óskir uppfylltar.
3. Vélarnar íétta störfin. Þessi setning, sem hver étur upp