Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 45
47
eftir öðrum, er vitanlega á nokkrum rökum byggð, en þó
held ég varla að allir, sem bera hana í munni, geri sér fylli-
lega ljóst, hvað þeir meina.
Sé átt við það, að vélarnar auki afköstin, þá er það vitan-
lega alveg rétt, þó svo aðeins, að þær séu notaðar á réttan
hátt, en á því mun víða misbrestur. Þannig sá ég síðastliðið
snmar tvo hálfvaxna pilta vera að slá tún með ,,Jeppa“-
bifreið og venjulegri tveggja hesta sláttuvél, er þeir höfðu
tjaslað aftan á bílinn. Mér virtist slátturinn ganga bæði seint
og illa, og sannfærður er ég um, að annar pilturinn, með
tvo góða dráttarhesta fyrir sláttuvélinni, hefði getað slegið
bæði betur og meira. Hefði þá sparast annar pilturinn og
nokkuð af erlendu eldsneyti. Auk þess virtist mér þessi
viðrinisháttur ill meðferð bæði á bíl og sfáttuvél.
Auðvitað er þetta ekki vélanna sök, þótt þannig sé unnið,
en þetta er ekkert einsdæmi. Gæti ég nefnt mörg áþekk.
Svo virðist, sem sumir, einkum ungir menn, hafi fengið
tæknina á heilann og geti helzt ekki hugsað sér neitt fram-
kvæmt án mótorvéla, jafnvel þótt augljóst sé, að jv.er séu
beinlínis til tafar.
Oftast mun átt við, þegar talað er um að vélarnar létti
störfin, að jrær létti af oss líkamlegri áreynslu eða erfiði.
Þótt þetta sé að vissu leyti rétt, þá efa ég að þetta sé eins
mikils virði og oft er látið. Á það má benda, að vafalaust
bíða fleiri tjón á líkama og sálu vegna of lítillar heldur en
vegna of mikillar áreynslu. Enn fremur virðist mér, að
akstur og skakstur á mótorvél, liðlangan daginn, þreyti meira
andlega og líkamlega, heldur en flest óbrotin erfiðisvinna,
svo fyrir þá, sem með vélunum vinna, er þetta úr öskunni
í eldinn.
Einfalt dæmi skýrir þetta ef til vill bezt:
Sá, sem slær með orfi og ljá og hefur fullt vald á verkinu,
getur látið hugann reyka um alla heima og geyma, án þess
það dragi úr afköstunum. Svipað gildir, þegar slegið er með
hestasláttuvél og vel tömdum hestum, en sá, sem slær með