Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 46
48
mótorsláttuvél, verður sífellt að hafa hugann bundinn við
starfið. Dráttarvélin þræðir hvorki götuna meðfram óslægj-
unni, né snýr, þegar kemur á enda skákarinnar, af sjálfsdáð-
um og ótilkvödd, og vegna hraðans og orkunnar þarf sífellt
að hafa góða gát á öllu, einkum ef landið er misjafnt.
Þessi sífellda varúð getur þreytt meira en nokkur líkam-
leg áreynsla. Það er því nokkurn veginn víst, að þegar
dráttarvélarnar hafa útrýmt dráttarhestunum og fækkað
stórlega vinnandi höndum í sveitunum, minnkar eigi
áreynsla þeirra, sem þar sitja eftir með vélarnar.
4. Samtímis því, að bændur á undanförnum árum hafa
lagt mjög að sér við að halda framleiðslunni í horfinu, þrátt
fyrir aukna véltækni, þá hygg ég, að nokkuð sé tekið að
bóla á ýmis konar hroðvirkni og hálfnytjun ræktunarinnar.
Ekki vegna þess, að eigi borgi sig í raun og veru að viðhafa
vandvirkni, heldur af því, að enginn tími er til neins þar,
sem vélum verður eigi komið við. Þetta er illa farið, því
það venur sveitarfólkið á subbuhátt og kæruleysi og sviftir
það þeirri nautn, sem fylgir góðri umgengni á sveitar-
býlum.
5. F.f til vill er það lakast við gegndarlausa vélmenningu,
samfara fólksfækkun í sveitunum, að þeir, sem eftir sitja í
vélasúpunni, eru ekki lengur full frjálsir menn, heldur
jrrælar efnishyggjunnar í tvöföldum skilningi.
í fyrsta lagi er þess krafist, að þeir framleiði lianda þjóð-
inni, með tilstyrk véltækninnar, nægar og helzt ódýrar land-
lninaðarafurðir, en þá verða þeir, þrátt fyrir vélarnar, að
leggja að sér meira en góðu hófi gegnir bæði líkamlega og
andlega.
í öðru lagi verða bændurnir, með allar sínar orkufreku
og brotgjörnu vélar, mjög háðir öðrum, hvað eftirlit, við-
gerðir, endurnýjun, eldsneyti og ýmislegt fleira áhrærir, og
þessir aðilar, sem standa utan við landbúnaðinn og hvorki
þurfa að hafa skilning á honum eða samúð með honum,
geta, ef þeim bíður svo við að liorfa, gripið á liarkaralegasta