Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 53

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 53
55 bæjanna eru orðnar svo fjölmennar, og með félagssamtök- um sínurn og áhrifum á löggjöfina hafa þær komið ár sinni svo vel fyrir borð, að þær eru á góðum vegi með að sölsa til sín húsbóndavaldið, en framleiðendurnir að verða auð- mjúkir þjónar eða öllu heldur þrælar. í samræmi við þessa skipun málanna er sprottin upp kenningin: „Færri fram- leiðendur, meiri tækni, meiri og ódýrari framleiðsla.“ Sannleikurinn er þó sá, miskunnarlaus og óhrekjanlegur, að því fjölmennari sem milliliðastéttir bæjanna verða, og því meiri kröfur sem þær gera til launa og þæginda, þess dýrari hlýtur framleiðslan að verða, og þegar hún er orðin svo dýr, að enginn markaður fæst lengur fyrir útflutninginn, þá hrynur spilaborgin, og bæjarlýðurinn uppgötvar allt í einu þá beisku staðreynd, að tekjulindin er þornuð. Fátt lýsir betur öfugþróuninni en það, að nú eru allir skólar landsins fullsetnir — nema bœndaskólarnir. í fáum stöðum þjóðfélagsins er þó meiri þörf á fjölþættri, staðgóðri sérmenntun, heldur en í bændastöðunni, því landbúnaður- inn er, svo sem áður er drepið á, fjölþætt vísindi, nátengdur öllum greinum náttúrufræðinnar. Orsökin getur varla verið sú, að mestur hluti þjóðarinnar, sem um langt skeið var réttnefnd og ósvikin bændaþjóð, sé í raun og veru orðin fráhverfur ræktun jarðar, uppeldi og umönnun búfjár og sambýli við náttúru landsins. Hér mun valda mestu rangt uppeldi og fræðsla, alger vanþekking og vanmat á landbún- aði, og vaxandi værukærni, hóglífi og hópmennska í sjón- hverfingaglaumi bæjarmenningarinnar. Vér Íslendingar erum vissulega öfgafólk. Vér verjum 30 milljónum króna árlega af ríkisfé til menntunar þjóðinni, og þó er þetta aðeins hluti af því, sem öll menntunin kostar. Það skiptir vissulega nokkru máli, hver árangurinn verður af slíkum fjáraustri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.