Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 57
STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum:
Akuryrkjutilraunir á 17. og 18. öld
Fyrir nokkrum árum safnaði ég allmiklu efni um ræktunarsögu landsins
fyrr á tímum. Var þá tilætlunin að taka saman úr því dálítið ágrip af
ræktunarsögu landsins fyrir erlent rit. Úr þessu varð ekki að því sinni, og
datt mér því í hug að láta nú Arsriti Ræktunarfélagsins í té eitthvað úr
þessu safni mínu.
Kafli sá, er hér birtist, varð fyrir valinu, af því að ég átti hann að mesltt
fullsaminn, en skorti nú tíma til að fullgera aðra þætti. Vel má þó vera, að
eitthvað af þeim verði síðar tekið til athugunar og birtingar.
Það má telja nokkurn veginn fullvíst, að kornyrkja hafi
lagst niður hér á landi að fullu um eða laust eftir miðja 16.
öld. Um langt skeið Jrar á undan hafði hún þó einungis verið
stunduð á litlu svæði, aðallega við Faxaflóa, en þar er vissa
fyrir, að menn fengust við byggyrkju á allmörguin stöðum
fram á 16. öld, því að þeir guldu þá enn landskuldir í korni
til hirðstjórans á Bessastöðum.
Hér skal ekki um það raett af hverjum sökum kornyrkjan
lagðist niður, enda mun ég rekja Jrað nánar í öðrum Jxetti
þessara sögukafla. En höfuðorsökina hygg ég vera vaxandi
sjávarútveg ásamt almennri hnignun í framtaki þjóðarinn-
ar. Líklegt má og telja, að versnandi árferði liafi átt nokkra
sök á hvernig fór. En livar sem orsakarinnar er að leita, er
það víst, að kornyrkja, sem stunduð hafði verið samfleytt frá
upphafi íslandsbyggðar fram um miðja 16. öld, a. m. k. í
nokkrum byggðarlögum, hverfur nú með öllu, og gleymist