Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 58
60
þjóðinni gersamlega, svo að heil öld líður án þess nokkur
hreyfi hönd né fót í þeim tilgangi að rækta korn. Raunar
varla við því að búast á þeim árum, að hafizt væri lianda um
nýjar framkvæmdir eða nýjar brautir ruddar. Þjóðarhag öll-
um fór hnignandi, og hjálpaðist þar að misjafnt árferði, vax-
andi stjórnmálalegt ófrelsi, en þó framar öllu öðruillirverzl-
unarhættir eftir að einokunarverzlunin komst á 1602. En á
sama tíma og efnahag þjóðarinnar Itrakaði, misstihúneinnig
trúna á landið og möguleikana að bjarga sér umfram brýn-
ustu nauðþurftir. Það má og sjá það á ýmsu, að íslendingar
hafa aldrei verið ræktunarþjóð, fyrr en á þessari öld. Eigna-
skrár ýmissa staða frá fyrri öldum eru órækt vitni þess, hve
blásnauð heimilin hafa verið af öllum þeim tækjum, er til
jarðyrkju þurfti, svo að furðu gegnir, og var það eitt fullnóg
ástæða til þess, að lítið yrði unnið að jarðræktarstörfum. Al-
gengast er að á stórbýlum séu ekki til önnur verkfæri en einn
páll og ein eða tvær trérekur. Með slíkum tækjum rækta
menn ekki stóra akra.
Eini maðurinn á 17. öld, sem sagnir herma, að fengist hafi
við kornyrkju var Gisli Magnússon sýslumaður á Hlíðar-
enda. En hann var, sem kunnugt er, um flesta hluti á undan
samtíð sinni. Gísli settist að á Hlíðarenda 1653, og tók þá
brátt til óspilltra mála um ræktunartilraunir. Hafði hann
áður fengist við þær norður á Munkaþverá. Víða er tilrauna
Gísla getið í heimildum, og sjálfur minnist hann á þær í
bréfum sínum, og má af því ráða, að hann hefur stundað þær
um alllangt skeið, en sennilegt má telja, að hann hafi haldið
þeim áfram meðan hann bjó að Hlíðarenda til 1687, eða um
þrjá áratugi. Vitað er, að hann auk korns ræktaði ýmsar
fleiri jurtir, svo sem kál, rófur, salat, ertur, kúmen, hör,
hamp og silki.1) Ekki vitum vér nú, hvað hann kaliar svo.
Af korntegundum er víst að hamr ræktaði bygg, en einnig er
getið um rúg. Ekki er kunnugt um hverjar aðferðir hann
hafði við ræktun sína, né hve stórir akrar hans voru, en sam-
tíðarmenn hans telja að hann hafi sáð og uppskorið árlega