Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 59
61
með nokkrum árangri. Grunur er þó á, að ábótavant hafi
verið meðferð kornsins, því að Páll Vídalín segir berum orð-
um, að mestur hluti uppskeru hans hafi ónýtzt sakir illrar
meðferðar vinnufólks hans.2) Þegar þeir Eggert Ólafsson og
Bjarni Pálsson komu að Hlíðarenda 1756,3) bjó þar Bryn-
jólfur Thorlacius dóttursonur Gísla. Var hann þá sjötugur
að aldri, en mundi vel afa sinn. Sagði hann svo frá, að aldrei
liefði uppskera Gísla verið meiri en ein tunna byggs, en ekki
mundi hann, hve miklu hafði sáð verið, né vissi um ræktun-
araðferðir. Hins vegar hermdu allir þeim félögum, er til
Jrekktu, að byggið hefði árlega náð fullum þroska. En um
Jjessar mundir voru akrar Gísla löngu fallnir í órækt og
blásnir að mestu. Af girðingum var ekki eftir nema garð-
brot eitt, sem enga hugmynd gaf þeim um stærð akranna, og
svo má heita sem ekkert væri þá lengur til minja um rækt-
unarstarf Vísa-Gísla annað en kúmenið, sem enn í dag litkar
hvarvetna brekkur Fljótshlíðar. Svo lauk hinni fyrstu til-
raun til endurreisnar kornyrkju á íslandi.
Einstöku menn láta þá skoðun í ljós í byrjun 18. aldar, að
kleift muni að rækta korn og jafnvel fleiri nytjaplöntur á Is-
landi. Arið 1701 samdi Arngrimur Vidalín, bróðir Jóns
biskups, ritgerð um viðreisn íslands. Ræðir hann Jiar margt,
sem hann telur, að mætti verða landinu og atvinnuvegum
]i>ess til bjargar. Meðal annars telur hann þar kornyrkju.
Telur hann víst, að korn muni dafna hér ekki síður en í Fær-
eyjum, og vill láta senda danska jarðyrkjumenn til landsins,
til þess að sá og plægja, svo að menn fái lært af þeim og fund-
ið hver ræktunaraðferð sé heppilegust.4) Engin áhrif hafði
Jró þetta rit Vídalíns. Það var aldrei prentað, og mun ekki
liafa komizt á framfæri við stjórnarvöld landsins. Jafnlítil
áhrif hafði rit Hans Beckers, se'rn skrifari var hjá Árna Magn-
ússyni, og síðar lögmaður hér um skeið. Var það skrifað 1736
en ekki prentað fyrr en 1798, en Becker þóttist þess fullviss,
að korn mætti spretta hér til fulls þroska.r‘) Við annan tón
kveður hins vegar í sýslulýsingu Þorsteins Magnússonar, af