Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 64

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 64
66 átt. Samt fær engum dulist, að að ekki hefur hér verið ein- ungis um að kenna óblíðri veðráttu, heldur miklu fremur alls konar mistökum af hálfu þeirra, sem áttu að annast þær. Má og segja, að tilraunatíminn væri alltof stuttur, til þess að nokkurn dóm væri hægt að kveða upp um það, hvort til- tækilegt væri að fást hér við kornrækt. Dómar samtíðar- manna, þeirra, er dómbærastir mega kallast, hníga og allir í sömu átt. Jón Eiríksson segir þannig, að tilraunirnar hafi misheppnast vegna „skorts á þekkingu, reynslu og þolgæði, en fremur öðru vegna ónógs undirbúnings jarðvegsins.15) Líkrar skoðunar eru þeir barón Hastfer hinn sænski, sem hingað var sendur, til að kenna íslendingum fjárrækt, Jón Snorrason og Þórður Thoroddi. Rækilegast er álit þeirra Eggerts og Bjarna um þessi efni. Þeir kenna ónytjungsskap og hirðuleysi hinna erlendu bænda fremur öðru um hvernig fór. Telja þeir, að bændur þessir hafi verið látnir eiga alltof gott án nokkurs tillits til, hver árangur vrði af starfi þeirra. Ef þeir hefðu átt að afla sér sjálfir korns til matar, myndu þeir hafa lagt meiri hug á störf sín og náð betri árangri. Eggert telur, að tilraunirnar hafi sannað, að sunnanlands hafi kornið náð fullum þroska. Hins vegar sé það ekki að undra, þótt kjarninn væri linur, því að kornið þurfi að þurrka, en það hafi verið vanrækt. Vitnar hann í kornrækt Færeyinga máli sínu til stuðnings og telur víst að betur hefði farið, ef Færeyingar hefðu verið fengnir hingað í stað dönsku bændanna. Einnig hefði mátt hagnýta sér reynslu Skaftfellinga um verkun melkornsins. En til þess hefðu hinir erlendu bændur verið ófáanlegir, þótt þeim hefði verið á það bent.16) Reynsla nútímans hefur sýnt, að mjög fer dómur Eggerts nærri sanni. Er ekki annað unnt en að taka undir með hon- um og viðurkenna, að þrátt fyrir öll mistök, hafi árangur þeirra verið jákvæður, svo langt sem hann náði. En þess ber að gæta, að fæstar tilraunirnar stóðu nema 2—3 ár, og engar lengur en 5—6 ár, og hurfu þá hinir erlendu bændur aftur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.