Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 65
67
heim til sín. Verður og naumast annað sagt, en þeir hafi
brugðist vonum manna og því trausti, sem stjórnarvöld
landsins höfðu á þeim, þótt vafalaust megi eitthvað finna
þeim til málsbóta, og þá einkum ókunnugleika á öllum
staðháttum. En til viðbótar má geta þess, að þessi ár var
tíðarfar fremur óhagstætt, og varð það vitanlega ekki til að
bæta árangurinn.
Eftir þetta átak, sem að engu varð að lokum, er næsta
hljótt um kornyrkjumálin á íslandi næstu árin. Voru og
hinir lærðu menn ekki á eitt sáttir, hvað tiltækilegt væri í
þessum efnum.
Árið 1770 var hin svonefnda Landsnefnd skipuð til þess
að gera tillögur til úrbóta í atvinnumálum landsins. Er
henni boðið í erindisbréfi meðal annars að athuga um
möguleika á að koma upp kornyrkju, þar sem ætla megi
að tilraunir þær, er gerðar hafi verið, hafi misheppnast
vegna þess að akurstæði hafi verið illa valin og meðferð út-
sæðis og uppskeru farið í ólestri.17) Nefndin tók þetta mál til
athugunar og leggur hún til, að gerðar séu tilraunir með
akuryrkju og ýtt undir hana, sérstaklega þar, sem nýgerðar
tilraunir í Nesi við Seltjörn veki vonir um að hún megi
heppnast".18) Er hér vitnað í tilraunir Björns Jónssonar apó-
tekara, er síðar getur.
Svo er að sjá, að nokkur vakningaralda hafi risið um þess-
ar mundir, og er ekki ólíklegt, að tilraunir Björns apotekara
hafi átt þátt í því, en þær hófust laust fyrir 1770 og heppnuð-
ust vel. Árið 1770 settist Thodal stiptamtmaður að á Bessa-
stöðum fyrstur erlendra stiptamtmanna. Hann var áhuga-
maður mikill um jarðyrkju, einkum kornrækt og garða, og
hóf þegar tilraunir í þá átt. Næstu árin þar á undan hafði
farið fram undirbúningur að stofnun akuryrkjufélags. Var
það mest að hvötum Hannesar Finnssonar, síðar biskups, og
dansks manns, O. A. Borreby að nafni. Var félagið stofnað
1770, og gerðust ýmsir helztu menn landsins stofnendur, og
voru þeir 24 að tölu. Var Ólafur Stephensen, síðar stiptamt-
5*