Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 70

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 70
72 nota mikinn áburð. Af því að Magnús Ketilsson er tvímæla- laust einn hinn fremsti jarðyrkjumaður landsins á sínum tíma og lýsir tilraunum sínum af nákvæmni, þykir mér hlýða að taka hér upp lýsingu hans á undirbúningi akursins. „Eftir að ég hafði gert margar ónýtistilraunir eður óvissar, tók ég lítið stykki af túni mínu, sem lá laglega móti morgun- og miðdagssólinni og þar fyrir utan hallaðist nokkuð móti suðaustri. Þetta stykki var mikið magurt og hafði ei nreira en kvartilsdjúpa sandblandaða jörð, hvar undir var sandur og smámöl. Þetta stykki lét ég upp pæla með því móti, að ég lét stinga það upp í ferköntuðum hnausum og snúa grasrótinni og leggja þá alla jafnt niður. Ofan á þessa umsnúnu hnausa lét ég flytja nokkuð af gamalli, góðri moldarblandinni kúa- mykju, sem ég lét vel smátt sundur melja og lítillega saman blanda við moldina á þessurn ventu hnausum, án þess þó að hræra við grassverðinum. Og í þetta stykki sáði ég tveggja ára gömlu dönsku byggi þann 10. maí blönduðu með litlu af höfrum.“21) Ekki mundi slíkur undirbúningur sáðlands þykja full- kominn nú á dögurn og varla mikillar uppskeru að vænta, gegnir því furðu hverjum árangri Magnús Ketilsson náði. En þegar svo mjög var ábótavant meðferð akurlendisins hjá þeim manninum, sem einna fremstur var jarðyrkjumaður samtíðar sinnar, má fara nærri um, hvernig hann hefur verið hjá þeim, er minna kunnu og kærulausari voru. Auk þess, sem nú er talið reyndu ýmsir fleiri akuryrkju um þessar mundir. Skal getið þeirra, er ég hef náð í upplýs- ingar um. Sigurður Sigurðsson landsþingsskrifari á Hlíðarenda gerði alltaf öðru hverju akuryrkjutilraunir, er þess getið, að hann fengi lj/2 tunnu af byggi 1775, einnig fékk hann góða upp- skeru 1776. Líkum árangri náðu þeir sýslumennirnir Þor- steinn Magnússon á Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu og Da- víð Scheving í Haga á Barðaströnd. Danskur maður Ole Nielsen að nafni settist að í Brattsholti í Flóa, að áeggjan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.