Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 71
7:'.
Einars Brynjólfssonar, til þess að stunda þar akuryrkju og
kenna öðrum. Er getið góðrar uppskeru hjá honum 1766.
Og víst er það, að hann hlaut 15 rd. styrk úr konungssjóði
um fjögra ára skeið til akuryrkjutilrauna sinna.
Svo er að sjá, að þegar harðnaði í ári 1777, liafi dregið
mjög úr tilraunum manna. Þó leitaðist bæði danska stjórnin
og landbúnaðarfélagið við að hvetja menn til starfa, og voru
5 plógar sendir til landsins á árunum 1777—79. Á þeim ár-
um var og Engelbret Larsen Hammer, danskur maður í
Krossavik eystra, verðlaunaður fyrir akurblett, er hann
hafði ræktað jtar. Er jrað hið eina dæmi, er ég hef fundið um
akuryrkjutilraunir á Austurlandi. Enn er ótalið að Bogi
Benediktsson hinn eldri hafði akuryrkju á Kjarlaksstöðum í
Dalasýslu. Fékk hann til jjess danskan mann, Hans Niels. En
það mun hafa verið fyrr en hér segir, eða milli 1750 og 60.
Síðasta dæmið um akuryrkju sunnanlands er, að Gunnlaug-
ur Sigurðsson í Múlakoti í Fljótshlíð fékk U/2 tunnu byggs
1781 og hlaut verðlaun fyrir 2 árum síðar.22)
Norðanlands segir lítt af kornyrkjutilraunum eftir brott-
för dönsku bændanna urn 1758. Þó segir Þórður Thoroddi
að bóndi nokkur í Eyjafirði hafi fengið fullþroskað bygg árið
1761.23)
Á árunum 1780—81 ferðaðist færeyski náttúrufræðingur-
inn Nicolai Mohr víða um Norður- og Austurland. í ferða-
skýrslu sinni, þótt stutt sé, getur hann þeirra ræktunartil-
rauna, er hann varð var. Hann getur kornyrkju á 2 stöðum á
þessa lund: „Á Húsavík hafði kaupmaðurinn Höjer sáð,
rúgi, byggi og höfrum, sem ekki leit út fyrir að mundu
spretta að nokkru ráði. Orsökin var, að jarðvegurinn var
holtajörð, sem er mjög mögur og frjóefnasnauð nema því
meira sé í hana borið. Sáust þess glögg merki hér. Þar sent
áburður var mikill, var sæmilegur grasvöxtur, en í áburðar-
lausum bletti var jörðin ósprottin með öllu.“24) Á Akureyri
hafði Lynge kaupmaður fengið allgóða uppskeru 1880,
„kornið var að vísu ekki með jafnstórum kjarna, né eins vel