Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 75
77
Svo lauk þessura akuryrkjutilraunum 18. aldar. Var raun-
ar varla við öðru að búast, svo sem í pottinn var búið. Þess
var naumast að vænta, að hægt yrði að byrja á að kenna
þjóð, sem skorti allan kunnugleika á ræktun, þá ræktun-
ina, sem erfiðust er og mesta natni þurfti við, jafnvel í lönd-
um, þar sem loftlagsskilyrði eru góð, hvað þá við jafn örðug
skilyrði og hér eru. Mátti raunverulega segja að byrjað væri
á öfugum enda. Ekki er þó gott að segja, hver áhrif þessar
tilraunir hefðu getað haft, ef þjóðin hefði ekki lamast af
hörmungum Móðuharðindanna, og síðar illu árferði um
aldamótin 1800. Að vísu myndum vér naumast hafa orðið
kornyrkjuþjóð, en ætla mætti þó, að ef þróunin hefði feng-
ið að halda áfram, hefði ræktunarmenningu þokað fyrr á-
leiðis en varð. En eitt er víst, akurykrjutilraunir 18. aldar-
innar eru vitnisburður um áhuga og bjartsýni nokkurra
manna, en þær hafa ekki markað neitt spor í jarðræktar-
sögu landsins og minjar þeirra horfið með öllu jafnskjótt
að kalla og akurblettirnir féllu í órækt. Og ef til vill hefir
raunasaga þeirra orðið til að tefja framkvæmdir og framför
í þessum efnum þegar kom fram á 19. öldina.