Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 77
GUÐBRANDUR E. HLÍÐAR, dýralœknir:
Efnaskortur og ófrjósemi nautgripa
Inngangsorð.
Síðustu árin hafa búnaðarhættir breytzt allmikið í sum-
um sýslum landsins. Jarðrækt og fjölgun nautgripa fleygir
áfram með undraverðum hraða, og á það sínar eðlilegu
skýringar, en samfara þessari stórstígu þróun, læðast inn
ýmsir sjúkdómar og vanhöld í nautgripum, sem áður voru
lítt eða ekki þekktir; má þar nefna bráðadauða, doða, kalda-
doða og svo alls konar kynlega efnaskortssj úkdóma, aukna
ófrjósemi í kúm, o. m. fl. mætti telja.
Flestir þessir sjúkdómar hafa áður heimsótt nágranna-
þjóðir vorar og orðið landlægir þar.
Þar hefur verið háð hörð barátta gegn þeim og góður
árangur fengizt af þeirri viðleitni.
Við getum því einnig vænst nokkurs árangurs, ef að er
hafizt, en til þess þurfa menn að þekkja einkenni og eðli
sjúkdómanna, svo ýmist megi gera ráðstafanir til þess að
reyna að hindra þá eða lækna á byrjunarstigi.
Ég ætla mér að skrifa örfá orð um kalk- og fosfórskors-
sjúkdóma, sem virðast fara mjög í vöxt á seinni árum.
Annar kvilli, sem mjög ágerist, er ófrjósemi í kúm, og
vænti ég að þessi orð megi verða til þess að kynna þessa
sjúkdóma nokkuð fyrir bændum, svo þeir fái frekar séð við