Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 79
81
griparæktarinnar, og á ég þá einkunr við kalk- og fosfór-
skort (steinefnaþurrð) og einnig bætiefnaskort.
Þegar nú bóndinn, liðfár, með aukna ræktun, hefur hey-
skapinn, ræður hann hvorki við sprettu né veðurfar, og oft
fer svo, að taðan sprettur öll úr sér og lirekst í þokkabót,
og fæst þá af túninu efnasnauð, léleg uppskera, varla að
verðmæti jöfn svita uppskerumannsins.
Vetur fer síðan í hönd með langa innistöðu, oft í hálf-
dimmum, loftþungum fjósum og þröngum. Hvernig má
vænta, að góðar mjólkurkýr þrífist við slík skilyrði, en eru
þau ekki algeng hér?
Matargjöf liefur að vísu farið mjög í vöxt síðasta manns-
aldur, en þó undarlegt megi virðast, inniheldur matur sá
sáralítið af steinefnunum kalk og fosfór. Tökum t. d. rúg-
mjöl og maís, sem eru mest notuðu korntegundirnar, þær
eru kalk- og fosfórsnauðar. í síldarmjöli er alltaf nokkuð
af síldarolíu, sem ekki vinnst úr mjölinu; þessar olíur og
aðrar skyldar mynda með kalki óuppleysanlegar kalksápur;
það er því ekki óhugsanlegt, að síldarmjölið, þó það inni-
lialdi kalk, sé lítil kalklind, notað sem skepnufóður.
Aukin gjöf af rúgmjöli, maís og síldarmjöli eykur mjólk-
urnytina til verulegra muna.
I mjólkinni er alltaf ákveðið magn af kalki, sem taka þarf
frá líkamanum, og þeim mun nythærri sem kýrin er, því
erfiðara á hún með að vinna úr fóðrinu nægilegt kalk, og
er henni því hætt við að fá kalkskortssjúkdóma.
Beinagrind líkamans er að mestu leyti byggð úr kalki og
fosfór, og skortur þessara steinefna í fóðrinu veldur því, að
það gengur á birgðir þeirra í beinunum. Útkoman verður
þá sú, að fram koma beinsýkiseinkenni. Beinkröm (Rha-
kitis) nefnist það, þegar bein ungviða vaxa, án þess að
í þau setjist eðlilega mikið kalk, beinin verða þá
kröm, sveigjanleg, burðarþolslítil og stökk. Hin eiginlega
beinkröm ungviða er þó í rauninni fosfórskortur (hypofos-
forose), og réttara væri að nefna kalkskort í beinum ungviða
6