Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 82
84
ast í að sleikja alls konar hluti og éta jafnvel mold, ösku
og eigin saur.
Af framanskráðu hlýtur öllum að vera augljóst, ltversu
þýðingarmikil þessi steinefni eru lífi, þroska og heilsu hús-
dýranna. Þó munið þið spyrja:
„Hvernig getum við þá hindrað skort þessara efna?“
Á sumrum, þegar kýrnar ganga úti á sæmilegu beitar-
landi, má gera ráð fyrir, að úr grasinu fáist fyllilega nóg
kalk, en oft lítill fosfór.
Mest og bezt eru þessi efni í ungu grasi og ef sumarið er
votviðrasamt. Fosfórskortinn á sumrin má bæta upp með því
að gefa ábæti af fosfór, t. d. í hinu svokallaða „secundært
calcíumfosfat“ (fosfórsúrt kalk) eða „sekundært natríumfos-
fat“, eða jafnvel með góðu beinamjöli.
Með beinamjöli á ég ekki við fiskimjöl, sem er mjög mis-
jafnt að gæðum, heldur við brennd og mulin húsdýrabein.
Gott beinamjöl á að innihalda um 28% af kalki og um
16% fosfór (danskar tölur), í efnasamböndum, sem kýrin
getur auðveldlega melt.
Kalkskortsins verður aftur á móti einkum vart á vetrum
og eykst á útmánuðum. Kalkskortinn má hindra og bæta
með áðurnefndum efnum, sömuleiðis með mulinni krít
og calcium chlorid.
Krít inniheldur um 40% af kalki, og er talið heppilegt
að gefa af henni 50—100 grömm daglega (3—6 matskeiðar).
Atriði, sem þó er vert að gefa gaum, er, að rétt hlutföll
verða að vera á milli kalks og 'fosfórs í fóðrinu, og þessi efni
verða að vera þar í meltanlegum samböndum.
Óhemjulegt magn af öðru hvoru mun framkalla bein-
sýki (hyper-calcicose, hyperfosforose), þó nægilegt magn sé
af hinu efninu.
Bezta hlutfall milli kalks og fosfórs er álitið að vera:
Kalk : fosfór = 1,8 : 1, eða því sem næst helmingi meira
af kalki en fosfór.
Ég mun hér benda á steinefnablöndur, sem Danir hafa