Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 83
85
góða reynslu af. Próf. Bendixen álítur, að bezta hlutfall
milli kalks og fosfór fáist við að gefa að jöfnu beinamjöl og
„secund. natriumfosfat“, svo nemi 3% af fóðurblönd-
unni.
Onnur saltblanda, sem ráðlögð er og sem bændur geta
sett saman sjálfir, ef hráefnin eru fyrir hendi, er:
60% mulin krít.
20% „secund. calciumfosfat".
20% gróft matarsalt.
Það er þó líklega óþarfi að gefa matarsalt, ef annars er fóðrað
nreð síldannjöli. Af þessari blöndu gefist 70—100 grömm
daglega í mat.
Þriðja blandan er:
2,5 hlutar mulin krít.
2,5 hlutar gott beinamjöl.
1 hluti gróft matarsalt.
Af þessari blöndu gefist daglega sama magn og af fyrri
blöndunni.
Nokkuð magn af beinamjöli mætti fá hérlendis við að
safna öllum úrgangsbeinum úr sláturhúsum, pylsugerðum
o. fl. saman og vinna úr þeim.
í sambandi við þessa steinefnafóðrun er ástæða til þess að
minnast á þorskalýsið og gildi þess. í þorskalýsi finnst mikið
af D-bætiefni. Bæitefni þetta hefir það gildi í líkamanum,
að það eykur mjög not kalks og fosfórs, og er það því mjög
þýðingarmikið bæði til þess að verjast skorti þessara stein-
efna og eins til að lækna hann; sem læknislyf mun þó betra
að gefa sérstakar lýsisblöndur, t. d. bætiefnalýsi (með
ultranol) og fosfórlýsi.
Bændur, sem fóðra mikið á súrlieyi (A. I. V. verkað hey),
verða að hafa það hugfast, að mikil sýrumyndun í lieyinu
hefur í för með sér afkölkun (beinsýki), þar eð líkaminn
eyðir sýrunum með kalki.