Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 84
86
Mjög eggjahvíturíkt fóður (t. d. síldarmjöl) minnkar
not kalksins í fóðrinu. Tilraunir, gerðar í Noregi með
tómt síldarmjöl, sem matargjöf handa kúm, höfðu þær af-
leiðingar, að margar kýr drápust skyndilega úr krampa.
Mjög feitt fóður (kolvetnaríkt) verkar á sama hátt, þar eð
kalkið myndar með fituefnunum óuppleysanlegar kalk-
sápur.
Mjög gróft heyfóður (t. d. úr sér sprottin nýræktartaða)
myndar í líkamanum mikið af svokölluðum „Hippúrsýr-
um“; líkt fer þá og með sýrur súrheysins, að kalk úr líkam-
anum fer í að eyða þeim.
Þessi þrjú síðustu atriði, sem ég drap á, ber að athuga vel,
því að í hinni einhliða matargjöf, án steinefnauppbótar,
ásamt með grófu heyfóðri, leynist eflaust mikið af sannleik-
anum um hin vaxandi vanhöld í nautgriparæktinni.
Ég geri mér miklar vonir um úrbætur á heyverkuninni,
þegar súgþurrkun verður algeng hér á landi. Við súgþurrk-
un varðveitast öll hin meltanlegu efni töðunnar betur, auk
þess sem óstöðugt tíðarfar nær ekki að spilla henni. Þá mun
og allur heyskapur ganga röskar og skipulegar, þrátt fyrir
aukið ræktað land og fólksekluna í sveitunum, og minni
liætta á að grasið þurfi að spretta úr sér.
Hámjólka kýr nýta kalkið illa úr fóðrinu, þær eru því nær
allt mjólkurárið í kalkþurrð, og hana geta þær aðeins unnið
upp síðast á mjólkurárinu í geldstöðunni. Geldstaðan er
nauðsynleg öllum kúm, sérstaklega þó hámjólka kúm, ef
þær eiga að endast nokkuð, og ég tel, að geldstaðan (algjör
hvíld júgurs) eigi að vera 6 vikur, þær síðustu fyrir burð.
Þeir, sem hrósa því sem góðum eiginleika, að kýr leggi
saman nytjar, fara villur vegar. Það er hægt að gelda allar
kýr, ef maður vill, ef hætt er að fara undir þær (undantekn-
ar eru þó kýr með júgurbólgu).
Ég ráðlegg bændum mjög eindregið að gera ráðstafanir
til þess að tryggja sér hráefni þau, sem ég hef drepið á að
framan og gefa nautgripum nægilegt magn þeirra daglega,