Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 88
90
fóðursins og innihald ýmissa steinefna og bætiefna. Þessa
meðfæddu erfðavísa hormóntruflana álít ég mjög algengt
fyrirbrigði hér, og bendi ég ráðunautum þeim, sem vinna
að bættum nautgripastofni, sérstaklega á þetta, því að það
mun í mörgum tilfellum erfðalega áskapað. Þetta er þó
mikið og erfitt rannsóknarefni og verður að framkvæma í
stórum stíl um lengri tíma.
Þetta gildir bæði um naut og kýr, og kannski er sérstök
ástæða að hafa augastað á nautunum, í landshlutum, þar sem
sæðing nautgripa er viðhöfð. Ef ekki er að gáð, geta þessir
leiðu erfðagallar náð mikilli útbreiðslu og valdið bændum
stóru tjóni.
2. Áunnar orsakir ófrjósemi:
a) Þeir smitnæmu sjúkdómar, sem hér er átt við, eru
berklar og smitandi fósturlát, sem við þekkjum varla hér á
landi, aftur á móti eigum við að stríða við:
b) Bólgur í skeið, legi, eggjaleiðurum og eggjastokkum.
Oft koma þær við fæðingarhjálp, og þar sem mjög algengt
er, að bændur fáist sjálfir við það vandasama verk, hygg ég
að skortur á fyllsta hreinlæti sé orsökin, enda ekki þægilegt
áð koma því við í sumum fjósum. Sama á við um fastar
hildir, úthverfingu legs og aðgerðir gegn því.
Ef bólgur koma í sambandi við áðurgreindar aðgerðir,
mun oft svo fara, að erfitt reynist að koma kálfi í kýrnar
aftur.
Því stærri sem fjósin eru, þeim mun meiri er smithættan,
þar eð slíkar aðgerðir eru algengar í stórum fjósum. Þá mun
ekki óalgengt, að kýr beri á palli við hliðina á kú, sem hefur
legbólgu, og smitast sú fyrrnefnda þá auðveldlega.
Eg sé t. d. í Eyjafirði rísa upp mörg stór og myndarleg
fjós, en hvergi hef ég séð bændur útbúa sérstakan fæðingar-
bás, þar sem kýrnar geti borið hver af annarri. Þetta fyrir-
komulag er algengt erlendis og sparar bændum erfiði og
áhættu.
Bás þessi á að vera stór og rúmgóður, og á pallinn á að