Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 91
93
dauða kálfa, enn fremur er álitið, að fósturskortur geti or-
sakað fastar hildir.
Það er verkefni fyrir sérfróða menn, að rannsaka vel fos-
fórinnihald jarðvegsins hér, því mér er ekki grunlaust, að
lieyi-n séu oft fosfórsnauð í meira lagi. Kalkskortur í fóðrinu
getur líka haft mikla þýðingu, og útbætur á þeim skorti
hafa oft góð álrrif. Ekki er talið ólíklegt, að skortur á járni
eða joði geti einnig valdið ófrjósemi, en ólíklegt þykir mér,
að skortur sé á þeinr efnum hjá okkur.
Bcctiefnaskortur.
Líkaminn þarfnast allra bætiefna að einhverju leyti. Þýð-
ingarmest í þessu sambandi virðast vera hin svokölluðu
A- og E-bætiefni. A-bætisefnaskortur gerir vart við sig síðla
vetrar, þegar A-bætiefnaforði líkamans gengur til þurrðar,
en það vill verða, þegar kýrnar fá ekki græna, velverkaða
töðu, súrhey (A. I. V.) eða annað A-bætiefnaríkt fóður.
Við skort á A-bætiefnum í fóðrinu verður mjólkin einnig
A-bætiefnasnauð, og munu kálfar (ungir), sem aldir eru
á slíkri mjólk, vanþrífast. A-bætiefnuaskortur rýrir einnig
mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum.
A-bætiefnaskortur getur hindrað beiðsli eða gert þau
óregluleg, og sést það oft veturinn eftir þurrkasumar.
A-bætiefnaskortur getur loks orsakað augnaþurrk, nátt-
blindu, fósturlát eða lasburða kálfa og loks fastar hildir.
Bezta vörn gegn þessum skorti, sem oft mun algengari en
menn hyggja, er velverkuð, græn taða og lýsi.
E-bætiefnið (frjósemisbætiefnið).
Þýðing þess er ekki fyllilega rannsökuð hjá kúm, en til-
raunir á smærri dýrum virðast gefa í skyn, að ófrjósemi
verði vart, ef fóðrað er með E-bætiefnasnauðu fóðri.
Þetta bætiefni finnst í maís, hveiti (einkum í hveiti-
kímolíu) og í grænu fóðri.
B- og C-bætiefnin virðast heilbrigðar kýr geta myndað