Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 93
HJÖRTUR ELDJÁRN:
Um forystufé
Sauðkindin lifir öðrum húsdýrum vorum fremur í nán-
um tengslum við sjálfa náttúru landsins. Hún er því öllu
háðari staðbundnum skilyrðum hennar en t. d. bæði hross
eða nautpeningur, sem búa við meira eða minna tilbúin
lífsskilyrði. Þetta veldur því að hérlendis, eins og annars
staðar, þar sem sauðfé lifir, en það er að kalla um allan hinn
byggða heim, hefur verið sterk tilhneiging með stofninum
til að greinast í afbrigði, allt eftir kröfum náttúrunnar á
hverjum stað. Þannig hafa orðið til sauðfjárkyn, sem svo eru
ólík að útliti og lifnaðarháttum, að miklu er líkara að væru
sjálfstæðar tegundir dýra.
Sjaldnast eru skarpar takmarkalínur á milli abfrigða, þar
sem tvö mætast, blandast þau saman í ýmsum hlutföllum og
mynda margs konar milliliði.
Með íhlutun sinni getur maðurin nauðveldlega haft áhrif
á þessa þróun, hraðað henni og fært lengra en eðlilegt væri,
eða tafið og hindrað hana til fulls.
Fyrr á tímum, meðan samgöngur voru torveldar milli
landshluta bæði mönnum og málleysingjum, mynduðust
smátt og smátt og af sjálfu sér vel aðgreinanleg afbrigði
sauðfjár hér á landi.
Þannig getur Þorvaldur Thoroddsen í íslandslýsingu
sinni margra tðalfjárkynja og millikynja, sem hafi verið eða