Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 105
107
Raddir hafa heyrst um það, utan sambandsins þó, að
skipting Búnaðarsambands Eyjafjarðar í 11 ræktunarsam-
þykktarsvæði sé •miður hagkvæm. 1 tilefni af þessu vil ég
benda á eftirfarandi:
1. Fimm af þessum svæðum eru þannig sett að um sam-
vinnu við hin sambandsfélögin var naumast að ræða. Á ég
þar við Akureyri, hirísey, Ólafsfjörð, Siglufjörð og Grímsey.
2. Hin sex samþykktarsvæðin telja sig öll og hafa nægi-
legt verkefni, hvert fyrir sig, fyrir eina vélasamstæðu. Öll
vilja þau fá vélar nú þegar þ. e. a. s. þau, sem hafa sett sér
samþyktir. Vafalaust hefði það orðið bæði óvinsælt og eriftt,
ef sambandið, sem slíkt, hefði séð um útvegun vélanna, látið
öll félögin leggja fram fé til vélakaupanna, en aðeins getað
fullnægt vinnuþörf fárra þeirra um ófyrirsjáanlega framtíð.
3. Ég fæ eigi betur séð, heldur en eftirlit með vélunum
ætti að geta verið eins gott eða betra, þegar hver vélasam-
stæða hefur sína stjórn á því svæði, þar sem vinna á með
henni, heldur en ef sambandsstjórnin eða starfsmaður henn-
ar ætti að annast reksturinn og eftirlitið á öllu sambands-
svæðinu. Auðvelt er fyrir samþykktarsvæðin að semja um
útveganir varahluta og viðgerðir við vélaverkstæði á Akur-
eyri, t. d. Vélaverkstæði K. E. A., sem er sérstaklega komið á
fót til að annast viðgerðir landbúnaðarvéla.
4. Þótt eitthvað kunni að mæla með því að ræktunar-
samþykktarsvæðin séu stór, þá held ég líka að ýmislegt mæli
móti því, þar rem verkefnin eru það mikil, að ein vélasam-
stæða hafi nóg verkefni í einu eða tveimur búnaðarfélög-
um. Eðlilegt er, að þeir sem lagt hafa fram fé til kaupa á
dýrum vélum, vilji njóta þeirra sem fyrst og öðrum ætti ekki
heldur að vera betur trúandi til þess að bera ábyrgð á þeim.
Auðvitað er ekkert því til fyrirstöðu að ráðunautur sam-
bandsins, ef einhver er, geti verið þeim til aðstoðar, eftir
því sem við verður komið, þótt sambandinu sé skipt í mörg
samþykktarsvæði.
Læt ég svo útrætt um þetta mál en tek það fram að við-