Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 108
110
GJÖLD:
1. Laun ráðunauts ...................... kr. 12400.00
2. Ferðakostnaður sama ................... — 1200.00
3. Til Skógræktariélags Eyjafjarðar.... — 500.00
4. Til Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands — 200.0
5. Kostnaður við aðalfund................. — 1700.00
6. Til kartöflugeymslu.................... — 150.00
7. Til ræktunarframkvæmda ................ — 14000.00
8. Óviss útgjöld ......................... — 650.00
Samtals kr. 30800.00
í sambandi við fjárhagsáætlunina leggur nefndin til:
a. Við gjaldalið 6: „Kr. 150.00 verði greiddar Benedikt
Þorleifssyni samkvæmt umsókn.“
b. Við gjaldalið 7: „Ræktunarsambandi Saurbæjar- og
Hrafnagilshrepps verði greitt kr. 8000.00, þar sem
hafnar eru á samþykktarsvæðinu jarðræktarfram-
kvæmdir með beltisdráttarvél og skurðgrafa tekin í
notkun á næsta vori.
Hefji eitt eða fleiri ræktunarsambönd, er um styrk
hafa sótt, framkvæmdir á árinu, heimilast stjórn sam-
bandsins að greigða til þeirra þær 6000.00 krónur, sem
eftir standa á gjaldaliðnum, sem byrjunarstyrk, og séu
greiðslunar miðaðar við stofnkostnað framkvædanna."
Samþykkt í einu hljóði.
c. „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar beinir
þeirri áskorun til stjórnar sambandsins að hún sæki um
styrk úr sýslusjóði Eyjafjarðarsýslu, að upphæð kr.
8000.00 nú þegar, með tilliti til hinna miklu ræktunar-
framkvæmda innan sýslunnar."
Tillagan samþykkt í einu hljóði.
7. Álit allsherjarnefndar. Framsögumaður nefndarinnar
var Ármann Dalmannsson. Lagði nefndin fram svohljóð-
andi tillögur: