Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 109
111
1) „Út af erindi Stéttarsambands bænda. a) Búnaðarsam-
bandsstjórnin gengst fyrir því, að kosnir verði 2 fulltrúar í
hverju búnaðarfélagi sýslunnar, til að mæta á sameiginleg-
um kjörfundi, þar sem fram fari kosning tveggja fulltrúa á
aðarfund Stéttarsambands bænda. — b) Stjórn Búnaðarsam-
bandsins boðar til kjörfundar, með nægum fyrirvara, áður
en aðalfundur Stéttarsambandsins verður haldinn, helzt fyr-
ir lok maímánaðar. — c) Fundurinn lítur svo á, að eðlileg-
asta fjáröflunarleiðin fyrir Stéttarsambandið sé sú, að hluti
af þeim skatti, sem lagður er á framleiðsluvörur bænda, til
Búnaðarmálasjóðs, gangi til þess, að bera uppi starfsemi
Stéttasambandsins. Telur fundurinn varhugavert, að leggja
sérstakan skatt á meðlimi búnaðarfélaganna, vegna þeirrar
starfsemi."
2) „Út af bréfi frá Landbúnaðarsýningunni, dags. 28. des.
1946, svo og erindi frá Búnaðarfélagi Svarfdæla, dags. 26.
febr. 1946, telur fundurinn æskilegt, að stofnað verði til
sameiginlegrar bændafarar á sambandssvæðinu, á þeim tíma,
sem Landbúnaðarsýning stendur yfir, og kýs fundurinn 3ja
manna nefnd til að annast framkvæmdir og undirbúning í
samráði við stjórnina."
3) „Út af erindi Búnaðarfélags Svalbarðsstrandar, um
styrk til heimavega. Fundurinn skorar á Búnaðarfélag Is-
lands, að beita sér fyrir því, að ríflegur styrkur, af opinberu
fé, fáist til heimavega býla og nauðsynlegra ræktunarvega."
Tillögur þessar voru allar samþykktar samhljóða.
4) „Vegna fyrirspurna um það, hvað Búnaðarsambandið
hafi gert til þess að greiða fyrir því, að salernum væri komið
upp á hverju býli, upplýsi allsherjarnefnd, að ráðunautur
sambandsins hefði safnað skýrslum um salerni á sveitabæj-
um og hafi sú skýrsla sýnt, að salerni hafi árið 1944 verið á
45,3% af býlum á sambandssvæðinu. Fundurinn beinir
þeim tilmælum til fulltrúa, að þeir beiti sér fyrir framgangi
þessa máls, hver á sínu félagssvæði.“
Samþykkt samhljóða.