Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 110
112
8. Þá kom fram svohljóðandi tillaga: „Þar sem fjölda-
margir innflytjendur auglýsa alls konar landbúnaðarvélar
og verkfæri og sum af þeim hafa reynst lítt eða algerlega
ónothæf hér á landi, þeinr er keypt liafa, skorar fundurinn á
B. I. að hlutast til um að Verkfæranefnd ríkisins láti fram
fara rannsókn á nothæfni á öllum nýjunr landbúnaðarvélum,
þegar er þær koma fram, og birti Verkfæranefnd niðurstöð-
ur sínar í búnaðarblaðinu Frey, jafnóðum og þeim er lokið,
ásanrt meðmælum með þeim verkfærum er vel reynast.“
Samþykkt í einu hljóði.
9. Fór fram kosning á 3 mönnum samkvæmt 2. tillögu Alls-
herjarnefndar og hlutu kosningu:
Stefán Stefánsson, Svalbarði, 12 atkvæði.
Gunnl. Gíslason, Sökku, 11 atkvæði.
Hólmgeir Þorsteinss., Hrafnag., 11 atkvæði.
10. Kosinn einn nraður í stjórn í stað Gunnlaugs Gíslason-
ar, sem baðst undan endurkosningu. Kosinn var Halldór
Guðlaugsson, Hvammi.
Endurskoðendur kosnir: Árnrann Dalmannsson og Davíð
Jónsson, báðir endurkosnir.
Fleira ekki fyrir tekið.
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.
III. Aðalfundargerð Búnaðarsambands Eyjafjarðar
30.-31. janúar 1948.
Ár 1948, föstudaginn þann 30. janúar, var aðalfundur
Búnaðarsambands Eyjafjarðar settur og haldinn á Akureyri.
Formaður sambandsins, Ólafur Jónsson, setti fundinn og
var hann kosinn fundarstjóri. — Skrifarar fundarins voru
kosnir Halldór Ólafsson, Búlandi, og Ketill S. Guðjónsson,
Finnastöðum.
Þá var tekið fyrir: