Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 111
113
1. Kosin kjörbréfanefnd. Kosnir voru Stefán Stefánsson,
Svalbarði, Stefán Sigurjónsson, Blómsturvöllum og Magnús
Kristjánsson, Sandhólum.
Var þá gefið fundarhlé, meðan athugun kjörbréfa fór
fram.
Eftir nokkrar mínútur var fundi haldið áfram, og lýsti
kjörbréfanefnd eftirtalda menn rétt kjörna:
Fyrir Bún. Svarfdæla: Gunnlaugur Gíslason.
— — Svalbarðsstr.: Stefán Stefánsson.
— — Árskógshr.: Jón R. Bjarnason.
— — Arnernesshr.: Halldór Ólafsson.
— — Hríseyjarhr.: Pétur Hólm.
— — Saurbæjarhr.: Magnús Kristjánsson.
— — Dalvíkurhr.: Magnús Jónsson.
— — Hrafnagilshr.: Ketill S. Guðjónsson.
— — Glæsibæjarhr.: Stefán Sigurjónsson.
— — Akureyrar: Jón G. Guðmann.
— — Grýtubakkahr.: Sverrir Guðmundsson.
Auk þess mætti á fundinum stjórn sambandsins og búnað-
arþingsfulltrúarnir.
2. Gjaldkeri sambandsins, Jakob Karlsson, las þá upp
reikninga sambandsins fyrir árið 1947, ásamt umsögn endur-
skoðenda. Voru þeir samþykktir í einu hljóði umræðulaust.
Er hér var komið fundi, mættu 2 fulltrúar. — Fyrir Bún.
Öxndæla: Ármann Þorsteinsson. Fyrir Bún. Skriðuhrepps:
Skapti Guðmundsson.
3. Formaður las upp uppkast að fjárhagsáætlun sambands-
ins fyrir árið 1948 og skýrði hana. Um hana urðu nokkrar
umræður. Að þeim loknum var kosin 5 manna fjárhags-
nefnd. Kosningu hlutu:
Gunnlaugur Gíslason með 11 atkv.
Stefán Stefánsson með 9 atkv.
Jón G. Guðmann með 7 atkv.
8