Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 30

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 30
mikilvægir í þessa átt eins og samstarf afkvæmarannsókn- anna og sæðingastöðvarinnar. Með rannsóknunum hefir tekizt að safna úrvali góðra nauta, sem síðan hafa verið notuð við sæðingarnar. Hins vegar hefir verið unnt að útiloka nei- kvæð áhrif lélegu nautanna á kúastofninn. Með hinum góða árangri þessa starfs hefir tiltrú bænda aukizt á allt samstarf hér að lútandi, svo og á það að hag- nýta beri í enn ríkara mæli á komandi tímum, niðurstöður þeirra rannsókna, er gerðar hafa verið og gerðar verða í sambandi við búreksturinn til hagræðingar og til efnahags- legs ávinnings. Þeir menn, sem nú eru ungir að árum og hafa áhuga á búskap og ræktun, munu brátt þurfa að axla byrði starfs og framkvæmda á fjölmörgum sviðum búnaðarmálanna, og þar á meðal varðandi nautgriparæktina, því margs konar þróun á vegum landbúnaðarins þarf að halda áfram til aukinna framfara og ávinnings. Islenzki nautgripastofninn býr áreið- anlega yfir miklum möguleikum til hagkvæmrar þróunar og aukinnar afkastagetu, einkum að því er varðar mjólkur- magn og kjötþunga. Eins og jafnan áður, mun landbúnaðárframleiðsla okkar byggjast mest á grasræktinni, með öflun heys og notkunar góðs beitilands, og allar líkur benda til, að svo verði um langa framtíð. Með tilliti til þessa er mikil þörf á því, að kýrnar okkar geti tekið til sín og melt aukið magn af stráfóðri. — Þess vegna má telja nauðsynlegt, nú og í framtíðinni, að geta ræktað inn í kúakynið aukna bolvídd og þar með aukna hæfni til nýtingar meira stráfóðurs, þannig, að þörfin fyrir aðkeypt, erlent kjarnfóður verði hlutfallslega minni en nú er. Þó segja megi, að nautgriparæktarstarfið á félagssvæði S. N. E. hafi borið allgóðan árangur á undanförnum 40 ár- um, þá er þó enn sem fyrr mikið og margþætt verk að vinna varðandi nautgriparæktina í landinu. Skrifað í október 1970. 3 33

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.