Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 30

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 30
mikilvægir í þessa átt eins og samstarf afkvæmarannsókn- anna og sæðingastöðvarinnar. Með rannsóknunum hefir tekizt að safna úrvali góðra nauta, sem síðan hafa verið notuð við sæðingarnar. Hins vegar hefir verið unnt að útiloka nei- kvæð áhrif lélegu nautanna á kúastofninn. Með hinum góða árangri þessa starfs hefir tiltrú bænda aukizt á allt samstarf hér að lútandi, svo og á það að hag- nýta beri í enn ríkara mæli á komandi tímum, niðurstöður þeirra rannsókna, er gerðar hafa verið og gerðar verða í sambandi við búreksturinn til hagræðingar og til efnahags- legs ávinnings. Þeir menn, sem nú eru ungir að árum og hafa áhuga á búskap og ræktun, munu brátt þurfa að axla byrði starfs og framkvæmda á fjölmörgum sviðum búnaðarmálanna, og þar á meðal varðandi nautgriparæktina, því margs konar þróun á vegum landbúnaðarins þarf að halda áfram til aukinna framfara og ávinnings. Islenzki nautgripastofninn býr áreið- anlega yfir miklum möguleikum til hagkvæmrar þróunar og aukinnar afkastagetu, einkum að því er varðar mjólkur- magn og kjötþunga. Eins og jafnan áður, mun landbúnaðárframleiðsla okkar byggjast mest á grasræktinni, með öflun heys og notkunar góðs beitilands, og allar líkur benda til, að svo verði um langa framtíð. Með tilliti til þessa er mikil þörf á því, að kýrnar okkar geti tekið til sín og melt aukið magn af stráfóðri. — Þess vegna má telja nauðsynlegt, nú og í framtíðinni, að geta ræktað inn í kúakynið aukna bolvídd og þar með aukna hæfni til nýtingar meira stráfóðurs, þannig, að þörfin fyrir aðkeypt, erlent kjarnfóður verði hlutfallslega minni en nú er. Þó segja megi, að nautgriparæktarstarfið á félagssvæði S. N. E. hafi borið allgóðan árangur á undanförnum 40 ár- um, þá er þó enn sem fyrr mikið og margþætt verk að vinna varðandi nautgriparæktina í landinu. Skrifað í október 1970. 3 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.