Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Side 9

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Side 9
LANDSBÓKASAFNIÐ 1957 — 1958 9 Lestrarsalur og útlón könnun þeirra ógrynna af kveðskap, sem handritasafnið geymir. Slík skrá er ómetan- leg þeim, sem fást við útgáfu kvæða og rannsóknir ýmissa bókmenntagreina. Handritasafnið býr við þröngt húsnæði eins og raunar allar deildir Landsbókasafns- ins. Nú er fyrirhugað að flytja það í sal þann á forstofuhæð hússins, sem Náttúrugripa- safnið hefir haft til umráða. Verður þar rúmt um safnið og starfsmenn þess og aðstaða öll til vinnu við það stórum betri en áður. Gert er ráð fvrir, að þarna verði nokkrir sér- stakir vinnuklefar fyrir þá, sem starfa að rannsókn handrita og útgáfum. I þessum nýju vistarverum handritanna verður nægilegt rúm fyrir íslenzku handritin í Arnasafni og þá fræðimenn, sem væntanlega verða ráðnir til útgáfustarfsemi jafnskjótt og handrit- unum hefir verið skilað til sinna réttu heimkynna. Notkun bóka og handrita í lestrarsal hefir verið með svipuðum hætti og áður og aðsókn mikil bæði sumar og vetur. Salinn sækja einkum námsmenn og fræðimenn og ber mest á notkun handbóka, blaða, tímarita og handrita. Tiltölulega fáir lestrarsalsgesta biðja um skemmtibækur og skáldrit. Dregið hefir úr útlánum síðan hætt var að lána út íslenzk rit. íslenzk bókaskrá hefir enn verið unnt að hefja prentun bókaskrárinnar, en verkinu miðar áfram og mun þess nú ekki langt að bíða, að fyrri hluti hennar, til ársins 1844, verði fullbúinn til prentunar. Þá er komin vel á veg ýtarleg skrá um íslenzk blöð og tímarit, sem Geir Jónasson bókavörður hefir unnið að á undan- förnum árum. Gerðar hafa verið sérskrár um smáprent til undirbúnings bókaskránni. Haldið er áfram að gera mikrofilmur af handritum safnsins, og hefir Gunnar Rúnar Ólafsson, ljósmyndari í Hafnarfirði, annazt það starf. Þá hefir safnið með góðfúslegri aðstoð Jóns prófessors Helgasonar eignazt filmur af allmörgum handritum úr Árnasafni, og verður haldið áfram á þeirri braut. Með þessu bindi lýkur 15. árgangi Árbókarinnar. Fjárveiting til hennar hefir jafnan verið of lítil og því eigi unnt að verja nema litlu rúmi til ritgerða um íslenzka bókfræði, þar sem ritskrárnar eru rúmfrekar. Þess er vænzt að úr verði bætt áður en Árbókin nær tvítugsaldri, Að þessu sinni þótti skylt að minnast að nokkru dr. Halldórs Hermannssonar, sem lézt á síðastliðnu ári eftir ómetanlegt starf í þágu íslenzkrar bókfræði. Hefir dr. Stefán Einarsson, prófessor í Baltimore, samið ritaskrá Halldórs og æfiminningu. Eins og á er drepið í æfiminningunni hafði Halldór fallizt á að koma hingað heim, er hann lét af störfum vestra, til þess að vera til aðstoðar og ráðuneytis um fyrirkomu- lag íslenzkrar bókaskrár, sem Landsbókasafnið hafði þá hafið undirbúning að. En því miður leyfði heilsan honum ekki bústaðaskipti, svo að úr þessu gat ekki orðið. Eigi að síður veitti hann bréflega ýmsar góðar leiðbeiningar, sem að sjálfsögðu voru teknar til greina. Þá flytur Árbókin skrá um tölusettar bækur íslenzkar, sem Magnús Kjaran stórkaup- maður og bókasafnari hefir tekið saman. Ýmsir hafa hug á að safna tölusettum bókum og gæti skrá þessi orðið þeim til nokkurrar leiðbeiningar. Filmur af handritum Árbókin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.