Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Page 9
LANDSBÓKASAFNIÐ 1957 — 1958
9
Lestrarsalur
og útlón
könnun þeirra ógrynna af kveðskap, sem handritasafnið geymir. Slík skrá er ómetan-
leg þeim, sem fást við útgáfu kvæða og rannsóknir ýmissa bókmenntagreina.
Handritasafnið býr við þröngt húsnæði eins og raunar allar deildir Landsbókasafns-
ins. Nú er fyrirhugað að flytja það í sal þann á forstofuhæð hússins, sem Náttúrugripa-
safnið hefir haft til umráða. Verður þar rúmt um safnið og starfsmenn þess og aðstaða
öll til vinnu við það stórum betri en áður. Gert er ráð fvrir, að þarna verði nokkrir sér-
stakir vinnuklefar fyrir þá, sem starfa að rannsókn handrita og útgáfum. I þessum nýju
vistarverum handritanna verður nægilegt rúm fyrir íslenzku handritin í Arnasafni og
þá fræðimenn, sem væntanlega verða ráðnir til útgáfustarfsemi jafnskjótt og handrit-
unum hefir verið skilað til sinna réttu heimkynna.
Notkun bóka og handrita í lestrarsal hefir verið með svipuðum
hætti og áður og aðsókn mikil bæði sumar og vetur. Salinn sækja
einkum námsmenn og fræðimenn og ber mest á notkun handbóka,
blaða, tímarita og handrita. Tiltölulega fáir lestrarsalsgesta biðja um skemmtibækur og
skáldrit. Dregið hefir úr útlánum síðan hætt var að lána út íslenzk rit.
íslenzk bókaskrá hefir enn verið unnt að hefja prentun bókaskrárinnar, en
verkinu miðar áfram og mun þess nú ekki langt að bíða, að fyrri
hluti hennar, til ársins 1844, verði fullbúinn til prentunar. Þá er komin vel á veg ýtarleg
skrá um íslenzk blöð og tímarit, sem Geir Jónasson bókavörður hefir unnið að á undan-
förnum árum. Gerðar hafa verið sérskrár um smáprent til undirbúnings bókaskránni.
Haldið er áfram að gera mikrofilmur af handritum safnsins, og
hefir Gunnar Rúnar Ólafsson, ljósmyndari í Hafnarfirði, annazt
það starf. Þá hefir safnið með góðfúslegri aðstoð Jóns prófessors
Helgasonar eignazt filmur af allmörgum handritum úr Árnasafni, og verður haldið
áfram á þeirri braut.
Með þessu bindi lýkur 15. árgangi Árbókarinnar. Fjárveiting til
hennar hefir jafnan verið of lítil og því eigi unnt að verja nema
litlu rúmi til ritgerða um íslenzka bókfræði, þar sem ritskrárnar eru rúmfrekar. Þess
er vænzt að úr verði bætt áður en Árbókin nær tvítugsaldri,
Að þessu sinni þótti skylt að minnast að nokkru dr. Halldórs Hermannssonar, sem
lézt á síðastliðnu ári eftir ómetanlegt starf í þágu íslenzkrar bókfræði. Hefir dr. Stefán
Einarsson, prófessor í Baltimore, samið ritaskrá Halldórs og æfiminningu.
Eins og á er drepið í æfiminningunni hafði Halldór fallizt á að koma hingað heim,
er hann lét af störfum vestra, til þess að vera til aðstoðar og ráðuneytis um fyrirkomu-
lag íslenzkrar bókaskrár, sem Landsbókasafnið hafði þá hafið undirbúning að. En því
miður leyfði heilsan honum ekki bústaðaskipti, svo að úr þessu gat ekki orðið. Eigi að
síður veitti hann bréflega ýmsar góðar leiðbeiningar, sem að sjálfsögðu voru teknar
til greina.
Þá flytur Árbókin skrá um tölusettar bækur íslenzkar, sem Magnús Kjaran stórkaup-
maður og bókasafnari hefir tekið saman. Ýmsir hafa hug á að safna tölusettum bókum
og gæti skrá þessi orðið þeim til nokkurrar leiðbeiningar.
Filmur af
handritum
Árbókin