Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Síða 140
140
HALLDÓR HERMANNSSON
undan. Halldór var ekki skáld. en hafði það til afþreyingar í útlegð sinni að læra
íslenzk ljóð og hafa þau yfir. En um upptök fræðimennsku sinnar skrifar Halldór í
Minningum úr Menntaskóla (Reykjavík 1946) í ritgerð um bókasöfn skólans: „Það má
líklega heimfæra upp á mig talsháttinn, að snemma beygist krókurinn til þess, sem
verða vill. Faðir minn átti allgott bókasafn, eftir því sem gerðist til sveita á þeim tíma,
og frá því fyrsta hafði ég gaman af að fást við það og halda því í góðu lagi.“
A sýslumannssetrinu á Velli fæddust upp sex börn, þrjár systur og þrír bræður, Hall-
dór var næstyngstur þessara systkina. Systurnar urðu prestskonur í Fljótshlíð, Þing-
völlum og Kjós. Bræðurnir áttu allir að lesa lög og hófu allir laganám, aðeins Halldór
hvarf frá námi, gekk í þjónustu bókasafnarans Fiske’s og gerðist mikill fræðimaður.
Halldór var settur í Latínuskólann haustið 1892. Var honum þá mest forvitni á að
kynnast bókasafni skólans, Iþöku, enda gerðu kennarar hann að aðstoðarbókaverði við
útlán bóka úr safninu. Faðir Halldórs dó 2. apríl 1894 og flutti þá ekkjan, frú Ingunn,
með börnum sínum til Reykjavíkur til að halda sonum sínum í Lærða skólanum.
Matthías Þórðarson, skólabróðir Halldórs, segir að Halldór hafi veriö talinn einn af
helztu og beztu námsmönnum þar um sína tíð, enda hera skólaskýrslurnar því vitni.
Þegar Halldór varð stúdent, 30. júní 1898, þá var Magnús Jónsson, síöar laga-
prófessor, efstur með 103 stig, næstur var Halldór með 101 stig, þá Þorkell Þorkelsson,
síðar stærð- og veðurfræðingur, með 99 stig, utanskóla, þá Jón Hjaltalín Sigurðsson,
síðar læknir, með 96 stig, þá Bjarni Jónsson, félagi Halldórs, síSar bankastjóri á Akur-
eyri, meS 92 stig, en þeir nafnarnir Matthías Septímus ÞórSarson, síSar fornmenja-
vörSur, og Matthías Einarsson, síðar læknir, voru um miðjan bekk með 86 stig báSir.
Alls útskrifuSust þá 17 stúdentar. Björn M. Ólsen kvaddi þá meS umvöndunarræSu um
framfarir þeirra í forntungunum; en ekki hefur Halldór þurft aS taka þá umvöndun
til sín, eins og útgáfur hans á latínuritum sýna.
Halldór sigldi til Kaupmannahafnar og mun hafa veriS innritaSur í lagadeild þar
til 1904. Fyrst laukhann þó prófi í forspjallsvísindum eSa heimspeki (cand. phil.) voriS
1899. En þaS sama sumar kom Willard Fiske, prófessor, til Kaupmannahafnar frá
Flórenz á Ítalíu, þar sem hann bjó þá, aS svipast um eftir íslendingum, sem gætu tekið
að sér að skrá hið mikla íslenzka bókasafn hans. Var honum bent á þá félagana Halldór
og Bjarna Jónsson frá Unnarholti, er báSir lásu lög, en Bjarni varS síSar bankastjóri
íslandsbanka á Akureyri. Fóru þeir báSir meS honum til Flórenz og tóku til óspilltra
mála viS bókaskráningu, en Bjarni var þar ekki nema eitt ár. Aftur á móti ílendist
Halldór í safninu, svo sem kunnugt er, og var lengst af meS Fiske í Flórenz, unz hann dó
í Frankfurt-am-Main á leiS til Flórenz 17. september 1904. SkrifaSi Halldór um hann
dánarminningu í Eimreiðina, ágæta grein. ÁSur hafSi Fiske gefiS Cornell háskóla
safniS, og fór Halldór meS þaS vestur um haf sumariS 1905. ÞaS var þá 8000 bindi.
Var hann sama ár gerSur forstöSumaður (curator) safnsins og kennari í Norðurlanda-
málum og bókmenntum.
í Ameríku er háskólakennurum skipt í fjóra (launa)flokka eftir aldri. Halldór var
frumkennari (instructor) 1905—12, fyrirlesari (lecturer) 1913—20, aSstoðarprófessor