Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Side 144

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Side 144
144 HALLDÓR HERMANNSSON 8000. er það var flutt vestur, en nú var hún orðin 10200 bindi. En um upptök skrár- innar segir Halldór sjálfur í formála: „Eftir að Islandica hafði komið út tvisvar (1908—09), ákvað prófessor Horatio White, sem var ráðamaður um rit Fiskes látins (literary executor), að gefa út skrá um allt safnið. Þá höfðu bækurnar verið skráðar á tvenns konar hátt: nákvæmlega vísindalega með öllu sem á titilblaði stóð; svo hafði Fiske sjálfur gert í Bibliograpliical Notices 1886—90. Hins vegar hafði eg sjálfur gert stutta höfundaskrá til afnota í safninu sjálfu og þótti mér hún of stutt.“ Yar þá ekki annað fyrir hendi en að gera nýja skrá fyllri, og vann Halldór að henni á þeim fimm árum, þar til bókaskráin mikla kom. Var það geysimikill vinnusprettur, því enga hjálp hafði Halldór af neinum og ekki heldur við prófarkalestur — en að honum loknum tók Halldór sér eitt meiriháttar frí og sigldi til Bermuda. Þetta var Halldóri líkt: hann gat unnið eins og berserkur og leikið sér sem höfðingi. Þegar bókaskrá Halldórs hin fyrsta kom út, skrifaði Páll Eggert Ólason um hana í Skírni (1914): „Það er skjótast af að segja, að þetta rit er hið mesta stórvirki, sem innt hefir verið af höndum í íslenzkri bókfræði fram á þenna dag. Það má teljast ærið æfistarf einum manni að hafa leyst af höndum eitt slíkt verk sem þetta. Og er það þó með enn meiri fádæmum, með hvílíkri vandvirkni og vísindalegri nákvæmni verkið er unnið og útgefið.“ Þegar þessi dómur var felldur, hafði enginn jafngott vit á að meta þetta verk og Páll. því hann hafði þá verið að spjaldskrá prentaðar bækur í Landsbókasafni og var byrj- aður á handritaskrá þess. Með Handriiashránni gerðist hann einn mesti skráseti rita í íslenzkum fræðum annar en Halldór, og munu áhöld um, hvor var duglegri, en líklega hefur Halldór verið öllu vandvirkari og meiri smekkmaður. Hinu má ekki gleyma, að Halldór var líka vegna stöðu sinnar mikill bókasafnari, svo sem áður segir, en eg veit ekki til, að Páll væri það. Nordal segir um Halldór sextugan, að við bókfræðileg rit reyni inest á fróðleik og nákvæmni. En það þarf meira: Það þarf dirfsku að ráðast í slík stórvirki, hvort sem eru bókaskrár eða orðabækur, vakandi úrskurðargáfu og samkvæmni. Dirfskuna mun Halldór hafa haft af valdsmönnunum forfeðrum sínum. Það fyrsta, sem Halldór varð að skera úr, var stærð bókartitlanna. Annað var meðferð íslenzkra nafna. Hann skiptir þeim í tvo flokka, fyrir og eftir 1500. Skrifar hann Snorra Sturluson, en sjálfan sig Hermannsson, Halldór. Auðvitað hefur Halldór haft fordæmi, enda liggur reglan nærri í enskumælandi landi, þar sem menn ganga eingöngu undir ættarnöfnum. Síður mun regla þessi hafa átt við á Landsbókasafni, sem þó tók hana upp í bókaskrár sínar. En Páll E. Ólason fylgir landssið og skrifar skírnarnöfn í sínum skrám og fer það betur. Eitt sem Halldór gerir í skrám sínum er að skrá fæðingar- og dánarár manna, ef kunn eru. Þetta hefur ekki verið auðvelt verk, ef um var að ræða ólærða höfunda, svo sem rímnaskáld. Lærða menn og skólagengna mátti finna í skólaskýrslum, og hefur Halldór eflaust gert það, eins og við Beck gerðum, er við vorum að safna í bókmenntasögu okkar 1800—1940, — því Hver er maðurinn kom ekki fyrr en 1944 og Æfiskrár Páls
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.