Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Qupperneq 144
144
HALLDÓR HERMANNSSON
8000. er það var flutt vestur, en nú var hún orðin 10200 bindi. En um upptök skrár-
innar segir Halldór sjálfur í formála: „Eftir að Islandica hafði komið út tvisvar
(1908—09), ákvað prófessor Horatio White, sem var ráðamaður um rit Fiskes látins
(literary executor), að gefa út skrá um allt safnið. Þá höfðu bækurnar verið skráðar á
tvenns konar hátt: nákvæmlega vísindalega með öllu sem á titilblaði stóð; svo hafði
Fiske sjálfur gert í Bibliograpliical Notices 1886—90. Hins vegar hafði eg sjálfur gert
stutta höfundaskrá til afnota í safninu sjálfu og þótti mér hún of stutt.“ Yar þá ekki
annað fyrir hendi en að gera nýja skrá fyllri, og vann Halldór að henni á þeim fimm
árum, þar til bókaskráin mikla kom.
Var það geysimikill vinnusprettur, því enga hjálp hafði Halldór af neinum og ekki
heldur við prófarkalestur — en að honum loknum tók Halldór sér eitt meiriháttar frí
og sigldi til Bermuda. Þetta var Halldóri líkt: hann gat unnið eins og berserkur og
leikið sér sem höfðingi.
Þegar bókaskrá Halldórs hin fyrsta kom út, skrifaði Páll Eggert Ólason um hana í
Skírni (1914): „Það er skjótast af að segja, að þetta rit er hið mesta stórvirki, sem
innt hefir verið af höndum í íslenzkri bókfræði fram á þenna dag. Það má teljast ærið
æfistarf einum manni að hafa leyst af höndum eitt slíkt verk sem þetta. Og er það þó
með enn meiri fádæmum, með hvílíkri vandvirkni og vísindalegri nákvæmni verkið er
unnið og útgefið.“
Þegar þessi dómur var felldur, hafði enginn jafngott vit á að meta þetta verk og Páll.
því hann hafði þá verið að spjaldskrá prentaðar bækur í Landsbókasafni og var byrj-
aður á handritaskrá þess. Með Handriiashránni gerðist hann einn mesti skráseti rita í
íslenzkum fræðum annar en Halldór, og munu áhöld um, hvor var duglegri, en líklega
hefur Halldór verið öllu vandvirkari og meiri smekkmaður. Hinu má ekki gleyma, að
Halldór var líka vegna stöðu sinnar mikill bókasafnari, svo sem áður segir, en eg veit
ekki til, að Páll væri það.
Nordal segir um Halldór sextugan, að við bókfræðileg rit reyni inest á fróðleik og
nákvæmni. En það þarf meira: Það þarf dirfsku að ráðast í slík stórvirki, hvort sem
eru bókaskrár eða orðabækur, vakandi úrskurðargáfu og samkvæmni. Dirfskuna mun
Halldór hafa haft af valdsmönnunum forfeðrum sínum. Það fyrsta, sem Halldór varð
að skera úr, var stærð bókartitlanna. Annað var meðferð íslenzkra nafna. Hann skiptir
þeim í tvo flokka, fyrir og eftir 1500. Skrifar hann Snorra Sturluson, en sjálfan sig
Hermannsson, Halldór. Auðvitað hefur Halldór haft fordæmi, enda liggur reglan nærri
í enskumælandi landi, þar sem menn ganga eingöngu undir ættarnöfnum. Síður mun
regla þessi hafa átt við á Landsbókasafni, sem þó tók hana upp í bókaskrár sínar. En
Páll E. Ólason fylgir landssið og skrifar skírnarnöfn í sínum skrám og fer það betur.
Eitt sem Halldór gerir í skrám sínum er að skrá fæðingar- og dánarár manna, ef kunn
eru. Þetta hefur ekki verið auðvelt verk, ef um var að ræða ólærða höfunda, svo sem
rímnaskáld. Lærða menn og skólagengna mátti finna í skólaskýrslum, og hefur Halldór
eflaust gert það, eins og við Beck gerðum, er við vorum að safna í bókmenntasögu
okkar 1800—1940, — því Hver er maðurinn kom ekki fyrr en 1944 og Æfiskrár Páls