Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Page 148
148
HALLDÓR HERMANNSSON
tók viS henni Jón Helgason prófessor, sern aukastarfi með lítilli þóknun, og hefur hald-
iS henni síSan; en Halldór fór aftur til Cornell.
Þegar Halldór var í Kaupmannahöfn, líkaSi honum ekki staSa Finns Jónssonar í
Arnanefnd og útgáfumálum íslenzkum. Segir hann í eftirmælum eftir Finn 1935: „Eftir
aS Finnur var orSinn oddviti í Arna Magnússonar nefndinni — hann var einn íslend-
inga í henni, hitt voru allt Danir — og ritari í bókmenntadeild konunglega fornleifafé-
lagsins, þá notaSi hann þessar tvær stofnanir svo aS segja sem sína eigin persónulegu
útgefendur; öll rit þeirra um fimmtán ára bil voru annaShvort eftir Finn eSa útgefin af
honum. Þetta var mikill skaSi, eigi aSeins vegna þess, aS oft var engin þörf fyrir þessar
útgáfur, enda gerSar í flýti og meS tilkostnaði, heldur einnig vegna þess, að með þessu
kom Finnur í veg fyrir, að stofnanir þessar fylgdu nokkurri vissri stefnu um útgáfur, er
fullnægt gætu kröfum tímans. Hann hugsaði um þaS eitt að korna á prent öllu eftir
sjálfan sig.“ Nú skyldi Finnur Jónsson hafa risið úr gröf sinni, bent á Islandica og sak-
að Halldór um sömu villu. Þá hefði Halldór getað bent á bókaskrárnar, er vissulega
fylgdu stefnu í samræmi við kröfur tímans.
En gagnrýni sína á meðferð Árnasafns, ÁrnasjóSs og á skipulagi Árnanefndar setti
Halldór fram í mikilli grein um „HandritamáliS“ (í Skírni 1929) og í tveim árgöngum
af Islandica, öðrum um „íslenzku handritin“ (1929), hinum um „íslenzku fornbók-
menntirnar“ (1933), eða réttara sagt um útgáfur þeirra. Halldór vildi gera Árnasafn
að miðstöS íslenzkra fræða á NorSurlöndum, hvort sem það væri í Danmörku eða ís-
landi. Hann vildi skipulagsbundna útgáfustarfsemi, helzt á stórmálunum að dæmi C. C.
Rafns og GuSbrands Vigfússonar. AS engum útgefanda dáðist Halldór meir en C. C.
Rafn fyrir hagsýni hans. Halldór vildi að forstöSumaður Árnasafns væri hálaunaður
og hefði íhlaup í danska og dansk-íslenzka sjóði til útgáfu. Árnanefnd vildi hann, að
væri skipuð til helminga dönskum mönnum og íslenzkum. Eftir þessum tillögum var
skipuð nefnd, er kom saman 1937 og 1939 og hélt áfram störfum, þótt eigi gæti hún
haldið fundi á stríðsárunum til 1952; þá mun Halldór hafa sagt sig úr henni, og þá er
nafn hans síðast í útgáfubókum.
I nefndinni voru Danir: Erik Arup, Johs Bröndum-Nielsen, Axel Linvald, Einar
Munksgaard, Paul Nörlund og Carl I. Petersen, en Islendingar: Einar Arnórsson, Jón
Helgason, forstöðumaður safnsins, Halldór Hermannsson, SigurSur Nordal og Árni
Pálsson.
Á fundi sumarið 1937 var, fyrir frumkvæði Halldórs, en tillögu Einars Munksgaards,
ráðin útgáfa safnritsins Bibliotheca Arnamagnœana, er í skyldi vera alls konar rit um
íslenzk fræði með Jóni Helgasyni fyrir ritstjóra. Nokkur bindanna voru á heimsmálun-
um. Þótti Halldóri mjög vænt um þetta safn og skrifaði um það grein í Morgunblaðið
1. maí 1954. AnnaS stórvirki, sem ÁrnasjóSur beitti sér fyrir, þótt Halldór muni ekki
hafa átt frumkvæði að því, var samantekning nýrrar og fullkomnari íslenzkrar orðabók-
ar um fornmálið. Þetta var ráðið á fundi 1939, en þegar Halldór kom vestur af honum,
bauð hann mér stöðu sem aðalhöfundur orðabókarinnar. Þáði ég það, en komst ekki
austur um haf fyrir stríðinu.