Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1959, Qupperneq 151
HALLDÓR HERMANNSSON
151
honum hafi ekki líkað það illa. Vænna þótti honum þó eflaust um Ajmœliskveðju þá.
er Finnur Sigmundsson landsbókavörður sendi honum, og það þótt hann væri af ráðn-
um hug mjög á móti slíkum afmælisritum, nema þau væru safn af greinum eftir af-
mælisbarnið. Dr. Helgi P. Briem afhenti Halldóri bókina í veizlu, er hann hélt honum
á afmælisdaginn 6. janúar 1948 í New York. Fekk Halldór þar óspart lof fyrir störf sín,
meðal annars af Vilhjálmi Stefánssyni —- en Halldór kvaðst aðeins hafa verið að gera
skyldu sína.
Mælt er, að á yngri árum hafi Halldór verið göngugarpur inn mesti. Gekk hann oft
langar leiðir með félögum sínum, svo sem til Watkins Glen, sem vera mun 40—50 ensk-
ar mílur frá Iþöku. En aldrei vissi ég hann synda í Caynga Lake, enda var hann aldrei
heima á sumrum, en var orðinn of gigtveikur til að þola slíkt, er hann settist að í Iþöku.
Um sextugt var hann enn heilsuhraustur, en þó var hann þá farinn að kenna liða-
gigtar þeirrar, er lagði hann síðast í kör. Oft var köld vist og dragsúgur í íslenzka bóka-
safninu, sem er í kjallara bókasafnsbyggingarinnar, og kenndi Halldór því oft um, að
hann varð veikur.
A sjötugsaldrinum ágerðist gigtin, og leitaði Halldór sér þó oft heilsubótar með vist-
um á hressingarhælum og sjúkrahúsum (t. d. í Sulphur Springs, N. Y., og í Sayre, Pa.).
Því miður fannst honum þessar stofnanir stundum minna sig meir á þriðja flokks hótel
eða fangelsi en heilsuhæli; en Halldór var góðu vanur af gistihúsum. Læknarnir hugg-
uðu hann með þeirri köldu huggun, að hann gæti ekki dáið af gigtinni; hún réðist ekki
á neitt höfuðlíffæri manna.
Mér er lítt kunnugt um, hvar Halldór bjó fyrr á árum, en það mun hafa verið í her-
bergjum eða klúbbum einhleypra kennara. En rétt fyrir stríð eða snemma á stríðsárun-
um flutti hann í Bel-Ayre Apartments á 700 Stewart Ave og hafði þar fimm herbergja
íbúð með eigin húsgögnum og bókasafni sínu, því sem hann hafði ekki selt, er hann
hætti kennslu. Þar hafði hann um tíma svartan þjón, er sá um mat fvrir hann. Annars
var hann vanur, meðan hann gat hreyft sig, að fara út sjálfur, taka sér strætisvagn eða
bíl ofan í bæ og eta þar á Hotel Ithaca eða í hinu fína nýja mötuneyti prófessoranna,
Statler Club, uppi á háskólalóðinni.
Eg var heima á íslandi sumarið 1951. En sumarið 1952 var eg aftur í íþöku og sá þá,
að Halldóri var brugðið. Hann komst nú ekki hjálparlaust niður í sinn bíl. Það sumar
fór eg oftast með hann í matinn á Statler Club í mínum bíl, og komst hann það, ef hann
var studdur ofan og inn í bílinn. Um haustið var ekki um annað að tala en að fá sér
mann eða ráðskonu að sjá um sig. Um jólaleytið 1952—53 fór til hans frændkona hans,
Ingibjörg Árnadóttir Björnsson, sem þá stundaði hjúkrun í New York, en sonur henn-
ar, Jón Björnsson, var þá við nám í íþöku. Ingibjörg dreif Halldór til að fá sér hjóla-
stól. Eftir það hafði Halldór ávallt ráðskonur, er allar dáðust að honum fyrir geðprýði
og kurteisi. Og eftir það lifði Halldór í rúmi sínu og hjólastól og fór mjög sjaldan út
nema til læknis. Hann gat enn lesið og skrifað nokkuð, þótt hönd hans væri farin að
bera merki gigtarinnar og væri ekki útaf eins fögur og forðum. Hann hafði hvorki vanið
sig á að nota ritvél né diktafón, né segulband; heldur ekki að lesa stúlku fyrir; því varð