Vísbending - 18.12.2000, Síða 22
ÍSBENDING
T Tppsveiflan leiðir til meiri fjárráða hjá einstaklingum,
KJ fyrirtœkjum og sjóðum, sérstaklega lífeyrissjóðum (sem
njóta hœkkandi launa hlutfallslega). Þessir aðilar leita inn
á verðbréfamarkaðinn eftir fjárfestingarkostum. Mikil
eftirspurn leiðir til verðþenslu og síðan bœtist við hagnaður
af spákaupmennsku og nýfenginn auður eigenda
Internetfyrirtœkjanna. Þetta spennir upp bogann og spurn-
ingin er ekki hvort hann bresti heldur hvenœr.
5. tbl. - 4. febrúar (Hvenær springur Netbólan? - Tómas Örn Kristinsson).
Vtitnaskil hafa orðið íþróun Netsins í viðskiptum á þessu
ári en Netið á eftir að hafa mikil áhrif þegar fram í sækir
þó að heiminum verði ekki snúið á hvolfeins og margir virtust
vera að spá í byrjun ársins. Aprílmánuður var þess vegna
ekki uppliafið á endinum heldur miklu frekar endirinn á
upphafinu.
45. tbl. - 10. nóvember (Endirinn á upphafinu).
Stefnumótun og stjórnun
Tiá þarf að átta sig á því að árangur fyrirtœkis er ekki
skapaður á fjármálatorginu lieldur á markaðstorginu,
með því sem fyrirtœki hefur upp á að bjóða og með þeim
hœtti sem það býður upp á það.
1. tbl. - 7. janúar (Áramótaheit íslenskra fyrirtækja).
Cttjórnendur hafa tilhneigingu til þess að þakka sér
O árangurinn þegar vel gengur en kenna óhagstæðri þróun
hagstœrða um útkomuna þegar illa gengur. Með nýjum
aðferðum til varnar áhœttu er það t.d. tœplega boðlegt lengur
að kenna óhagstæðri gengisþróun um tap á rekstrinum.
4. tbl. - 28. janúar (Stjórnun hcildaráhættu í rekstri fyrirtækja - Guðmundur Magnússon).
T?n með því aðfóstra nýsköpun og leyfa grœðlingum að fá
j-jsitt eigið frelsi geta fyrirtæki, í næstum hvaða atvinnu-
grein sem er, náð að skapa andrúmsloft vaxtarfyrirtækis og
náð til sínfrumkvöðlum sem geta skapað mikil verðmœti með
vinnu sinni og hugmyndum.
10. tbl. - 10. mars (Fyrirtækjaspuni).
TT'ins er því farið með nýsköpun og framsœkni hjá fyrir-
J—jtækjum, ef allir vinna að sama markmiði er mun líklegra
að árangur náist. Þegar fyrirtæki hefur á að skipa hæfileika-
riku starfsfólki sem hefur leikgleði og skýrt stefnumið að
leiðarljósi er líklegt að sókn sé besta vörnin. I slíkum ham
er fyrirtæki nœr ósigrandi.
28. tbl. - 14. júlf (Knattspyman í stefnumótun fyrirtækja).
ZXskufyrirbrigði í stjórnun hjálpa ráðgjafarfyrirtækjum að
skapa nýja tekjumöguleika og það virðist aldrei vera
skortur á þeim. Vandamálið er yfirleitt fólgið í því að taka
fyririiggjandi þekkingu og pakka henni inn í þar til gerðar
lausnir sem stjórnendur fyrirtœkja geta ekki verið án.
34. tbl. - 25. ágúst (Góð ráð dýr).
Laun og starfsmenn
Jfostir fyrirtœkjasamninga eru ótvíræðir, með þeim skapast
J\jvettvangur þar sem stjórnendur fyrirtækja og fulltrúar
starfsfólks skiptast á skoðunum umframtíð, reksturog stefnu-
mótun fyrirtœkisins. Þannigfá starfsmenn meiri innsýn inn
í stöðu fyrirtækj og geta með beinum hætti haft áhrif á
starfskjör sin. Á sama tíma geta fyrirtœki og launþegar komist
undan þeirri miðstýrðu heildarhyggju sem einkennt hefur
íslenskan vinnumarkað.
7. tbl. - 18. febrúar (Fyrirtækjasamningar - Gylfi Dalmann).
TTingað til hafa það yfirleitt verið fjármagnseigendur sem
JfJ hafa uppskorið alla ávöxtun affyrirtækjarekstri. Nú eru
hins vegar breyttir tímar og þekking er meira metin en áður,
nú er það fjármagnið sem leitar uppi þekkinguna en ekki
öfugt eins og áður var.
9. tbl. - 3. mars (Ný hugsun, nýjar leiðir).
m
Líklegt má telja að áfram verði gerðir heildarkjara-
samningar um einhver lágmarksréttindi. Hvert verður
þá hlutverk verkalýðsfélaga, verða þau óþörf? Alls ekki, þvert
á móti munu þau í síauknum mœli koma meira inn sem
ráðgjafar og sétfrœðingar og aðstoða félagsmenn sína...
13. tbl. - 31. mars (Verklföll - helgar tilgangurinn meðalið? - Gylfi Dalmann).
Lítið atvinnuleysi hér heima má þakka mikilli uppsveiflu í
efnahagslífinu og heimsbúskapnum undangengin ár og
einnig hinu, að íslenzkur vinnumarkaður er að ýmsu leyti
sveigjanlegri en gengur og gerist í nálægum löndum.
39. tbl. - 29. september (Atvinnuleysi, laun og verkföll - Þorvaldur Gylfason).
Fj árfestingarfræði
Lánveitendur hafa því hvata til aðfylgjast með lántakendum
og setja einhverjar hömlur á það hvað hluthafar geta
látið fyrirtæki sitt taka mikla áhættu. Ef það eftirlit er hins
vegar ekkifyrir hendi er voðinn vís.
47. tbl. - 24. nóvember (Réttur til að yfirgefa rjúkandi rústir - Gylfi Magnússon).
Gangverkið byggir á því að hinn almenni fjárfestir sé
tilbúinn til þess að kaupa fyrirtœki sem verðlögð eru
eingöngu út frá væntingum en ekki árangri. Stundum gefa
þau góða ávöxtun eins og síðustu þrjú ár, stundum ekki eins
og áhættufjárfestarfengu að reyna í lok níunda áratugarins.
Þeir „bjánar" sem eru bjartsnýnastir taka mestu áhœttuna
og áhœttufjáirfestarnir geta glaðir unað við sitt. Það er
nefnilega aðeins þrenns konarfólk í þessum heimi, þeir sem
kunna að telja og þeir sem kunna það ekki.
13. tbl. - 31. mars (Áhættufjármagnið flæðir).
T Trærinear íkauphallagreininni œttu ekki að koma á óvart
1~J - kauphallir lúta að mestu sömu hagfrœðilögmálum og
aðrar starfsgreinar. Taka má samlíkingu við rekstur matvöru-
verslana, þar sem keðjur stórmarkaða hafa að mestu rutt
kaupmanninum á horninu úr vegi.
27. tbl. - 7. júlí (Rekstrarumhverfi kauphalla breytist - Stefán Halldórsson).
M'arktœkt samband menntunar og hagvaxtar veit á gott í
þeim skilningi, að menntun er í mannlegu valdi.
Stjórnvöld hafa það í hendi sinni að efla menntun og þá um
leið hagvöxt til langs tíma litið.
48. tbl. - 1. desember (Menntun, gróska og markaður - Þorvaldur Gylfason).
Borg og bær
Oaw/ sem áður hafa bœttar samgöngur gert mikið til þess
O að brjóta niður staðbundin þjónustuhagkerfi sem hafa
verið byggð upp í kringum sjávarútveg eða vinnslu
landbúnaðarvara.
4. tbl. - 28. janúar (Eru samgöngubætur góð byggðastefna? - Ásgeir Jónsson).
Langflestir þeirra innflytjenda sem eru á Islandi eru frá
mjög ríkum þjóðum, eða 64%, þannig að í hœsta lagi eru
það um 5.300 manns eða 2% íbúa landsins, sem gætu talist
til innflytjenda frá þróunarlöndum.
19. tbl. - 12. maí (Fólksflutningar til landsins).
Tfllest bendir því til að þegar á heildina er litið verði áhrif
Jri upplýsingabyltingar til að styrkja byggð á höfuðborgar-
svæðinu og auka flutninga fólks af landsbyggðinni þangað.
24. tbl. - 16. júní (Upplýsingasamfélagið og byggðamynstur - Svcinn Ólafsson).
Tyyggðavandinn liefur að mörgu leyti gegnsýrt íslenska
JLJpólitík um langt skeið, margir fagna því en aðrir telja
það sóun.
9. tbl. - 23. nóvembcr (Sveitarfélög í vanda - íslenskt atvinnulíf).
Márkmið byggðastefnu œtti ekki að vera það að telja hausa
heldur að tryggja góð lífskjörfyrir alla þegna landsins,
líka þá sem búa úti á landi.
33. tbl. - 18. ágúst (Hvemig má þekkja dauðvona sveitarfélög? - Ásgeir Jónsson).
22