Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.09.1942, Qupperneq 56
Verzlunarskólinn Frh af síðu 6 því, hversu vel menntuð og heiðarleg verzlun- arstétt væri mikils virði fyrir þjóðfélagið og talaði um það mikla starf, sem verzlunarstétt- in hefði unnið í verkahring sínum. Loks lýsti ráðherrann því yíir, að ákveðið hefði verið að veita Verzlunarskólanum rétt til þess að útskrifa stúdenta og mundi hann bráð- lega birta um það ráðuneytisbréf og gefa út reglugerð um framhaldsnám í Verzlunarskól- anum og stúdentsréttindi þeim til handa, sem því prófi Ijúka. Var þessari yfirlýsingu ráðherrans tekið með fögnuði og lófataki og ávarpaði skóíastjóri hann að lokum og þakkaði honum undirtektir hans og afskifti af þessum málum og fleiri menntamálum og tóku nemendur og gestir und- ir það með lófataki. Bréf ráðherrans um stofnun stúdentadeildar- innar hefur síðan verið sent skólanum og mun „Frjáls verzlun" seinna skýra nákvæmlega frá reglugerð þessarar nýju deildar. Stúdentspróf Verzlunarskólans verður að öllu leyti samskonar próf og stúdentspróf Menntaskólanna og veitir sömu réttindi. En auð- vitað er tekið tillit til sérgreina Verzlunarskól- ans, og verzlunarpróf hans verður fyrri liður stúdentaprófsins, svo að segja má, að stofnuð sé þarna þriðja „línan“ eða deildin til stúdenta- prófs, verzlunardeild og ný máladeild, samhliða mála- og stærðfræðideildum Menntaskólanna. Er með þessu stefnt í þá átt, er oft hefir verið talað um nauðsyn á, að dreifa stúdentastraumn- um ogstúdentamenntuninni í fleiri áttir en verið hefir og auk þess sem það er nú orðið bæði sann- gjarnt og nauðsynlegt, að verzlunarmenntað- ir menn fái aðgang að háskólanámi eftir að við- skiftafræði hafa verið tekin upp við háskól- ann sem þáttur í námi og prófun laga- og hag- fræðideildar. Stúdentadeildin verður sérstök deild, en Verzlunarskólinn og burtfararpróf hans, verzl- unarprófið, verður óbreytt eftir sem áður, og er gert ráð fyrir því, að flestir nemendur, sem ætla út. í viðskiptalífið taki það próf, en stú- dentsprófið hinir, sem vilja halda áfram há- skólanámi. Væntanlega kemst þessi nýja skipun bráðlega á og ætti að verða Verzlunarskóianum til vegs- auka og eflingar og viðskiftalífinu og verzlunar- stéttinni til styrktar og menningarauka. 56 Viðhaldskostnaður og húsaleiga Samkvæmt. útreikningum kauplagsnefndar og Hagstofu íslands hefir vísitala viðhalds- kostnaðar og húsaleigu verið sem hér segir: Vístölur viðh.kostn. húsal. Janúar—marz 1939 . .. 100 100 Varið 1941 161 109 Haustið 1941 174 111 Vorið 1942 195 114 Haustið 1942 266 125 Yfirlit yfir kosningarnar 5. júlí 1942 Nú eru fengnar nákvæmar skýrslur um kosn- ingarnar 5. júlí s.l. og hefir verið unnið úr þeim. En væntanlega mun Hagstofan síðar birta ýtarlegar skýrslur um niðurstöður sínar- síðar. Kjósendur voru rúmlega 73 þúsund eða ná- lega 60 % af landsmönnum. Kvenfólk er í meiri hluta eða 37.700 konur og 35.800 karlar. Þátt- takan í kosningunum var þannig, að 80.3% kjósenda kusu, en 1937 var þátttakan meiri eða 87.9%. Hlutfallslega mest var þátttakan í Vestur-Skaftafellssýslu eða 90.9%, en minnst í Strandasýslu eða 73,6%. Skifting atkvæðanna er sem hér segir: Alþýðuflokkur................ alls 8979 atkv. Framsóknarflokkur ......... — 16033 — Frjálslyndir vinstrimenn ... — 103 — Sameiningarflokkur alþýðu (Kommúnistar) ............. — 9423 — Sjálfstæðisflokkur ........ — 22975 — Þjóðveldismenn ............ — 618 — Auðir seðlar .............. — 483 — Ógildir seðlar ............ — 326 — Samtals 58940 atkv. Ef reiknað er í hundraðshlutum, hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn 35.5% allra atkvæða, Framsókn 27.6%, Sósíalistaflokkur 16.2%, Al- þýðuflokkur 15.4%, Þjóðveldismenn 1.1% og Frjálslyndir vinstrimenn 0.2%. 1 sambandi við kosningarnar í tvímennings- kjördæmunum er það eftirtektarvert að af 12330 kjósendum sem kusu þar tvo frambjóð- endur kusu 11.470 kjósendur frambjóðendur frá sama flokki. Er af því auðsætt að sú mót- bára gegn hlutfallskosningum í tvímennings- kjördæmum, að þær geri kosningarnar flokks- bundnari en áður að verulegum mun, er ekki byggð á rökum. en undanlegar tölur við kosn- ingarnar 18. október er enn ekki vitað. FRJÁLS VERZLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.